12 maí 2001Við upphaf ársþings KKÍ á Ásvöllum í morgun, sæmdi stjórn KKÍ þrjá einstaklinga heiðursmerkjum sambandsins. Pétur Guðmundsson var sæmdur gullmerki KKÍ og þeir Jón Kr. Gíslason og Guðni Ölversson voru sæmdir silfurmerki KKÍ. Allir þessir ágætu menn hafa unnið körfuknattleiknum mikið gagn á ferli sínum, Pétur og Jón Kr. sem leikmenn og þjálfarar og Guðni sem stjórnarmaður, dómari og fl. Þessa stundina er Ólafur Rafnsson að flytja skýrslu stjórnar. Þess má að lokum geta að stjórn KKÍ sæmdi tvo einstaklinga heiðursmerkjum sambandsins á 90 ára afmæli Vals í gær. Torfi Magnússon var sæmdur gullmerki KKÍ og Hörður Gunnarsson var sæmdur silfurmerki.
Þrír fengu heiðursmerki
12 maí 2001Við upphaf ársþings KKÍ á Ásvöllum í morgun, sæmdi stjórn KKÍ þrjá einstaklinga heiðursmerkjum sambandsins. Pétur Guðmundsson var sæmdur gullmerki KKÍ og þeir Jón Kr. Gíslason og Guðni Ölversson voru sæmdir silfurmerki KKÍ. Allir þessir ágætu menn hafa unnið körfuknattleiknum mikið gagn á ferli sínum, Pétur og Jón Kr. sem leikmenn og þjálfarar og Guðni sem stjórnarmaður, dómari og fl. Þessa stundina er Ólafur Rafnsson að flytja skýrslu stjórnar. Þess má að lokum geta að stjórn KKÍ sæmdi tvo einstaklinga heiðursmerkjum sambandsins á 90 ára afmæli Vals í gær. Torfi Magnússon var sæmdur gullmerki KKÍ og Hörður Gunnarsson var sæmdur silfurmerki.