4 maí 2001Kvennalandsliðið tapaði fyrir því hollenska 52-84 á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í dag. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 7-25 og 29-42 í hálfleik, eftir þriðja fjórðung var staðan síðan 41-73. Eins og sést á þessum tölum átti íslenska liðið undir högg að sækja, sérstaklega í fyrsta og þriðja leikhluta. Hanna Kjartansdóttir, hávaxnasti leikmaður íslenska liðsins fékk 3 villur á fyrstu 5 mínútum leiksins og eftir það var róðurinn enn þyngri gegn hávaxnu liði Hollands. Guðbjörg Norðfjörð var stigahæst í íslenska liðinu með 15 stig, Alda Leif Jónsdóttir gerði 8 og þær Kristín Jónsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 6 stig hvor. mt: Guðbjörg Norfjörð var stigahæst í leiknum gegn Hollandi með 15 stig.
Ísland tapaði með 32 stigum fyrir Hollandi
4 maí 2001Kvennalandsliðið tapaði fyrir því hollenska 52-84 á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í dag. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 7-25 og 29-42 í hálfleik, eftir þriðja fjórðung var staðan síðan 41-73. Eins og sést á þessum tölum átti íslenska liðið undir högg að sækja, sérstaklega í fyrsta og þriðja leikhluta. Hanna Kjartansdóttir, hávaxnasti leikmaður íslenska liðsins fékk 3 villur á fyrstu 5 mínútum leiksins og eftir það var róðurinn enn þyngri gegn hávaxnu liði Hollands. Guðbjörg Norðfjörð var stigahæst í íslenska liðinu með 15 stig, Alda Leif Jónsdóttir gerði 8 og þær Kristín Jónsdóttir og Birna Valgarðsdóttir 6 stig hvor. mt: Guðbjörg Norfjörð var stigahæst í leiknum gegn Hollandi með 15 stig.