3 maí 2001Körfuknattleiksdeild Vals stendur fyrir öldungamóti í körfuknattleik sem hlotið hefur nafni "Gamlir og grófir". Mótið verður haldið helgina 18. - 20. maí í íþróttahúsum Vals að Hlíðarenda. Mótið verður haldið í Íþróttahúsum Vals að Hlíðarenda. Keppt verður í lávarðadeild, 30 ára og eldri og kóngadeild, 40 ára og eldri. Leikmenn sem leikið hafa í vetur í Epson deild eða 1. deild eru ekki gjaldgengir í mótið. Leikið verður í riðlum á föstudeginum 18. maí frá kl. 18.00 og laugardeginum 19. maí frá kl. 10.00. Á sunnudeginum 20. maí verður úrslitakeppni með þátttöku allra liða í mótinu. Að öðru leyti markast mótafyrirkomulag af fjölda þátttökuliða. Hvert lið leikur a.m.k. fjóra leiki og þar af minnst einn leik á sunnudeginum. Riðlakeppnin raðar liðum í úrslitakeppnina. Sigurvegarar fá glæsilegan eignarbikar í verðlaun og auk þess verða verðlaunaveitingar í fljótandi formi að vanda. Á sunnudeginum verða seldar léttar veitingar á vægu verði að Hlíðarenda. Leikið verður að mestu eftir venjulegum körfuboltareglum, nema leikurinn verður 2 x 15 mínútur, og klukkan aðeins stöðvuð síðustu 2 mínúturnar í hvorum hálfleik. Til að tefja leikinn sem minnst í vítaskotum verður aðeins tekið eitt skot, sem gildir 1, 2 eða 3 stig eftir atvikum. Þátttökugjald er kr. 10.000.- fyrir hvert lið. Þátttökutilkynningar berist, fyrir 11. maí (90 ára afmæli VALS), til Torfa Magnússonar tm@simnet.is eða í síma 5512523 eða á skrifstofu Vals í síma 551 2187, fax 562 3734.
Öldungamót Vals 2001
3 maí 2001Körfuknattleiksdeild Vals stendur fyrir öldungamóti í körfuknattleik sem hlotið hefur nafni "Gamlir og grófir". Mótið verður haldið helgina 18. - 20. maí í íþróttahúsum Vals að Hlíðarenda. Mótið verður haldið í Íþróttahúsum Vals að Hlíðarenda. Keppt verður í lávarðadeild, 30 ára og eldri og kóngadeild, 40 ára og eldri. Leikmenn sem leikið hafa í vetur í Epson deild eða 1. deild eru ekki gjaldgengir í mótið. Leikið verður í riðlum á föstudeginum 18. maí frá kl. 18.00 og laugardeginum 19. maí frá kl. 10.00. Á sunnudeginum 20. maí verður úrslitakeppni með þátttöku allra liða í mótinu. Að öðru leyti markast mótafyrirkomulag af fjölda þátttökuliða. Hvert lið leikur a.m.k. fjóra leiki og þar af minnst einn leik á sunnudeginum. Riðlakeppnin raðar liðum í úrslitakeppnina. Sigurvegarar fá glæsilegan eignarbikar í verðlaun og auk þess verða verðlaunaveitingar í fljótandi formi að vanda. Á sunnudeginum verða seldar léttar veitingar á vægu verði að Hlíðarenda. Leikið verður að mestu eftir venjulegum körfuboltareglum, nema leikurinn verður 2 x 15 mínútur, og klukkan aðeins stöðvuð síðustu 2 mínúturnar í hvorum hálfleik. Til að tefja leikinn sem minnst í vítaskotum verður aðeins tekið eitt skot, sem gildir 1, 2 eða 3 stig eftir atvikum. Þátttökugjald er kr. 10.000.- fyrir hvert lið. Þátttökutilkynningar berist, fyrir 11. maí (90 ára afmæli VALS), til Torfa Magnússonar tm@simnet.is eða í síma 5512523 eða á skrifstofu Vals í síma 551 2187, fax 562 3734.