30 apr. 2001Í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að þrír leikmenn í körfuknattleik hafi fallið á lyfjaprófi sem heilbrigðisráð ÍSÍ framkvæmir. Tveir leikmenn Epson-deildarinnar hafa tekið inn efni sem inniheldur efedrín, en efedrín er á bannlista Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar. Efedrín er í vægasta flokki bannaðra efna og er refsing vegna þess allt frá áminningu til þriggja mánaða banns að hámarki. Efnið finnst m.a. í fæðubótarefnum sem hægt er að kaupa í Bandaríkjunum og af netinu. Einn leikmaður í 1. deild kvenna er talinn hafa fallið á lyfjaprófi. Þar eru málavextir þeir að viðkomandi leikmaður, sem er astmasjúk og tekur inn astmalyf skv. læknisráði, áttaði sig ekki á að setja kross í viðkomandi reit á blaði þar sem spurt var hvort hún tæki lyf. Við lyfjapróf finnast svo astmalyf í sýni leikmannsins og telst hún því fallin á prófinu. Ef leikmaðurinn hefði merkt í viðkomandi reit að hún væri á lyfjum hefði hún ekki fallið á prófinu. KKÍ lítur því svo á að viðkomandi leikmaður hafi augljóslega ekki gerst sek um lyfjamisnotkun heldur hafi henni orðið á einföld mistök við útfyllingu á pappírum við lyfjaprófið. Stjórn KKÍ
Yfirlýsing vegna frétta af lyfjamálum
30 apr. 2001Í fréttum fjölmiðla hefur komið fram að þrír leikmenn í körfuknattleik hafi fallið á lyfjaprófi sem heilbrigðisráð ÍSÍ framkvæmir. Tveir leikmenn Epson-deildarinnar hafa tekið inn efni sem inniheldur efedrín, en efedrín er á bannlista Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar. Efedrín er í vægasta flokki bannaðra efna og er refsing vegna þess allt frá áminningu til þriggja mánaða banns að hámarki. Efnið finnst m.a. í fæðubótarefnum sem hægt er að kaupa í Bandaríkjunum og af netinu. Einn leikmaður í 1. deild kvenna er talinn hafa fallið á lyfjaprófi. Þar eru málavextir þeir að viðkomandi leikmaður, sem er astmasjúk og tekur inn astmalyf skv. læknisráði, áttaði sig ekki á að setja kross í viðkomandi reit á blaði þar sem spurt var hvort hún tæki lyf. Við lyfjapróf finnast svo astmalyf í sýni leikmannsins og telst hún því fallin á prófinu. Ef leikmaðurinn hefði merkt í viðkomandi reit að hún væri á lyfjum hefði hún ekki fallið á prófinu. KKÍ lítur því svo á að viðkomandi leikmaður hafi augljóslega ekki gerst sek um lyfjamisnotkun heldur hafi henni orðið á einföld mistök við útfyllingu á pappírum við lyfjaprófið. Stjórn KKÍ