20 apr. 2001Hið árlega lokahóf KKÍ verður haldið á Broadway í kvöld. Þar verða afhent verðlaun til þeirra sem skarað hafa fram úr í vetur, bæði til þeirra sem urðu efstir í ýmsum þáttum tölfræðinnar og til þeirra sem voru bestir í vetur að mati leikmanna sjálfra. Þá er boðið upp á stórkostlega rokksýningu þar sem lög bresku hljómsveitarinnar Queen verða leikin. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Verðlaunaafhendingar verða milli kl. 21:30 og 22:30. Að því búnu munu Queen-lögin glymja góða stund svo undir tekur í húsinu. Að því búnu verður dansleikur fram á nótt. Veislustjóri kvöldsins verður enginn annar en Einar Bollason, sem sló eftirminnilega í gegn sem veislustjóri á hófinu á Sögu í fyrra. Miðaverð á hófið er kr. 4.900. Eftir kl. 23:30 verður selt inn á ballið og er miðaverðið þá kr. 1.200. Að sögn starfsmanna í miðasölunni á Broadway gengur miðasalan vel.
Lokahóf á Broadway í kvöld
20 apr. 2001Hið árlega lokahóf KKÍ verður haldið á Broadway í kvöld. Þar verða afhent verðlaun til þeirra sem skarað hafa fram úr í vetur, bæði til þeirra sem urðu efstir í ýmsum þáttum tölfræðinnar og til þeirra sem voru bestir í vetur að mati leikmanna sjálfra. Þá er boðið upp á stórkostlega rokksýningu þar sem lög bresku hljómsveitarinnar Queen verða leikin. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Verðlaunaafhendingar verða milli kl. 21:30 og 22:30. Að því búnu munu Queen-lögin glymja góða stund svo undir tekur í húsinu. Að því búnu verður dansleikur fram á nótt. Veislustjóri kvöldsins verður enginn annar en Einar Bollason, sem sló eftirminnilega í gegn sem veislustjóri á hófinu á Sögu í fyrra. Miðaverð á hófið er kr. 4.900. Eftir kl. 23:30 verður selt inn á ballið og er miðaverðið þá kr. 1.200. Að sögn starfsmanna í miðasölunni á Broadway gengur miðasalan vel.