11 apr. 2001Logi Gunnarsson fór hamförum í sigri Njarðvíkinga á Tindastólsmönnum í öðrum leik liðanna á Sauðárkróki í gærkvöld. Piltur skoraði 36 stig og segja má að Logi hafi kveikt í Njarðvíkingum sem allir voru funheitir meðan lítið gekk hjá heimamönnum. Þar með tapaði Tindastóll sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur. Njarðvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna í Njarðvík á laugardaginn. Margt athyglisvert kemur fram þegar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000902.htm[v-]tölfræði[slod-] leiksins í gær er skoðuð, t.d. að Tindastólsmenn tóku 69 tveggja stiga skot í leiknum og hittu aðeins úr 28 þeirra.
Logi kveikti í Njarðvíkingum
11 apr. 2001Logi Gunnarsson fór hamförum í sigri Njarðvíkinga á Tindastólsmönnum í öðrum leik liðanna á Sauðárkróki í gærkvöld. Piltur skoraði 36 stig og segja má að Logi hafi kveikt í Njarðvíkingum sem allir voru funheitir meðan lítið gekk hjá heimamönnum. Þar með tapaði Tindastóll sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur. Njarðvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leik liðanna í Njarðvík á laugardaginn. Margt athyglisvert kemur fram þegar [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2001/00001200/12000902.htm[v-]tölfræði[slod-] leiksins í gær er skoðuð, t.d. að Tindastólsmenn tóku 69 tveggja stiga skot í leiknum og hittu aðeins úr 28 þeirra.