8 mar. 2001Það fór svo að bæði liðin sem áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum töpuðu leikjum sínum í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu fyrir Grindvíkingum í Grindavík, 98-96 og KR-ingar töpuðu fyrir Tindastól á Sauðárkróki 85-70. Þrjú lið luku deildarkeppninni með jafn mörg stig, Njarðvík, Tindastóll og Keflavík, en Njarðvíkingar standa best í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða og eru því deildarmeistarar. Önnur úrslit í kvöld urðu þau að Keflavík sigraði KFÍ 115-68, Hamar vann Skallagrím 89-81, ÍR tapaði heima fyrir Haukum 66-82 og Valsmenn kvöddu Epson-deildina með 91-84 sigri á Þór. Það er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nk. fimmtudag, lokastaða í deildinni innan sviga: UMFN (1) - Skallagrímur (8) Tindastóll (2) - UMFG (7) Keflavík (3) - Hamar (6) KR (4) - Haukar (5)
Njarðvíkingar deildarmeistarar þrátt fyrir tap
8 mar. 2001Það fór svo að bæði liðin sem áttu möguleika á deildarmeistaratitlinum töpuðu leikjum sínum í kvöld. Njarðvíkingar töpuðu fyrir Grindvíkingum í Grindavík, 98-96 og KR-ingar töpuðu fyrir Tindastól á Sauðárkróki 85-70. Þrjú lið luku deildarkeppninni með jafn mörg stig, Njarðvík, Tindastóll og Keflavík, en Njarðvíkingar standa best í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða og eru því deildarmeistarar. Önnur úrslit í kvöld urðu þau að Keflavík sigraði KFÍ 115-68, Hamar vann Skallagrím 89-81, ÍR tapaði heima fyrir Haukum 66-82 og Valsmenn kvöddu Epson-deildina með 91-84 sigri á Þór. Það er því ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst nk. fimmtudag, lokastaða í deildinni innan sviga: UMFN (1) - Skallagrímur (8) Tindastóll (2) - UMFG (7) Keflavík (3) - Hamar (6) KR (4) - Haukar (5)