27 feb. 2001Það er engin smá leikreynsla samankomin í liði aldarinnar. Alls hafa leikmenn liðsins leikið 1197 A-landsleiki eða rétt tæpa 100 leiki að meðaltali á mann. Auk þess eru þjálfarar liðsins engir nýgræðingar. Einar Bollason hefur stýrt landsliðinu í 133 leikjum og Friðrik Ingi Rúnarsson í 14 leikjum sem aðalþjálfari og fjölda leikja sem aðstoðarþjálfari. Þess má geta að Einar Bollason hefur þjálfað alla leikmennina í liði aldarinnar og báða dómarana. Eini maðurinn í hópnum sem hann hefur ekki þjálfað er hinn þjálfarinn, Friðrik Ingi Rúnarsson. Þá hafa dómararnir líka mikla reynslu, Jón Otti hefur dæmt á annað þúsund leiki og Leifur Garðarsson vel á áttunda hundraðið. Á myndinni hér ofan getur að líta alla þá sem valdir voru í lið aldarinnar. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Friðrik Ingi Rúnarsson, Jón Otti Ólafsson, Torfi Magnússon, Guðmundur Bragason, Pétur Guðmundsson, Símon Ólafsson, Valur Ingimundarson og Einar Bollason. Í neðri röð frá vinstri: Leifur Garðarsson, Teitur Örlygsson, Pálmar Sigurðsson, Kolbeinn Pálsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Jón Kr. Gíslason.
Hafa að meðaltali leikið 100 landsleiki hver
27 feb. 2001Það er engin smá leikreynsla samankomin í liði aldarinnar. Alls hafa leikmenn liðsins leikið 1197 A-landsleiki eða rétt tæpa 100 leiki að meðaltali á mann. Auk þess eru þjálfarar liðsins engir nýgræðingar. Einar Bollason hefur stýrt landsliðinu í 133 leikjum og Friðrik Ingi Rúnarsson í 14 leikjum sem aðalþjálfari og fjölda leikja sem aðstoðarþjálfari. Þess má geta að Einar Bollason hefur þjálfað alla leikmennina í liði aldarinnar og báða dómarana. Eini maðurinn í hópnum sem hann hefur ekki þjálfað er hinn þjálfarinn, Friðrik Ingi Rúnarsson. Þá hafa dómararnir líka mikla reynslu, Jón Otti hefur dæmt á annað þúsund leiki og Leifur Garðarsson vel á áttunda hundraðið. Á myndinni hér ofan getur að líta alla þá sem valdir voru í lið aldarinnar. Þeir eru í efri röð frá vinstri: Friðrik Ingi Rúnarsson, Jón Otti Ólafsson, Torfi Magnússon, Guðmundur Bragason, Pétur Guðmundsson, Símon Ólafsson, Valur Ingimundarson og Einar Bollason. Í neðri röð frá vinstri: Leifur Garðarsson, Teitur Örlygsson, Pálmar Sigurðsson, Kolbeinn Pálsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Jón Kr. Gíslason.