23 feb. 2001KR-ingar mæta Keflvíkingum í bikarúrslitaleik kvenna kl. 14.00 á morgun í Höllinni og ÍR-ingar mæta Hamarsmönnum kl. 16.00. Mikil stemming er fyrir báðum leikjunum. Í kvennaleiknum mætast fornir fjendur sem eldað hafa grátt silfur saman undanfarin mörg ár og er enginn vafi á að þar verður hart barist. Fá áhorfendur ábyggilega að sjá allt það besta sem kvennakörfuknattleikur hefur upp á að bjóða. Í hálfleik í kvennaleiknum verður kynnt val á liði aldarinnar í kvennaflokki. Alls hafa 12 núverandi og fyrrverandi leikmenn verið valdir í lið aldarinnar af 25 manna dómnefnd. Í karlaleiknum verður nýtt nafn ritað á bikarinn. ÍR-ingar hafa mætt 5 sinnum í bikarúrslitaleik í Höllinni og ávalt tapað. Því oftar sem þú tapar því styttra verður í sigurleikinn. Spurning hvort ÍR-ingum tekst að landa bikarnum í ár. Hamarsmenn eru komnir í bikarúrslit í fyrsta sinn og er það árangur sem jafnvel viltustu stuðningsmenn liðsins létu sig ekki dreyma um fyrir 3 árum síðan. Spurningin er hvort þeir ná að klára dæmið í fyrsta sinn. Ljóst er að baráttan verður til staðar og að Hvergerðingar og sunnlendingar munu streyma í Höllina til að hvetja sína menn. Í hálfleik í karlaleiknum verður kynnt lið aldarinnar í karlaflokki en 50 manna dómnefnd hefur valið 12 bestu körfuknattleiksmenn aldarinnar. Jafnframt verður kynnt val á þjálfurum liðsins og dómurum aldarinnar. Ekki má gleyma skotkeppni KKÍ og Doritos en þar keppa leikmenn í 8. flokki karla til úrstlita í "stinger".
Bikarúrslit - Lið aldarinnar
23 feb. 2001KR-ingar mæta Keflvíkingum í bikarúrslitaleik kvenna kl. 14.00 á morgun í Höllinni og ÍR-ingar mæta Hamarsmönnum kl. 16.00. Mikil stemming er fyrir báðum leikjunum. Í kvennaleiknum mætast fornir fjendur sem eldað hafa grátt silfur saman undanfarin mörg ár og er enginn vafi á að þar verður hart barist. Fá áhorfendur ábyggilega að sjá allt það besta sem kvennakörfuknattleikur hefur upp á að bjóða. Í hálfleik í kvennaleiknum verður kynnt val á liði aldarinnar í kvennaflokki. Alls hafa 12 núverandi og fyrrverandi leikmenn verið valdir í lið aldarinnar af 25 manna dómnefnd. Í karlaleiknum verður nýtt nafn ritað á bikarinn. ÍR-ingar hafa mætt 5 sinnum í bikarúrslitaleik í Höllinni og ávalt tapað. Því oftar sem þú tapar því styttra verður í sigurleikinn. Spurning hvort ÍR-ingum tekst að landa bikarnum í ár. Hamarsmenn eru komnir í bikarúrslit í fyrsta sinn og er það árangur sem jafnvel viltustu stuðningsmenn liðsins létu sig ekki dreyma um fyrir 3 árum síðan. Spurningin er hvort þeir ná að klára dæmið í fyrsta sinn. Ljóst er að baráttan verður til staðar og að Hvergerðingar og sunnlendingar munu streyma í Höllina til að hvetja sína menn. Í hálfleik í karlaleiknum verður kynnt lið aldarinnar í karlaflokki en 50 manna dómnefnd hefur valið 12 bestu körfuknattleiksmenn aldarinnar. Jafnframt verður kynnt val á þjálfurum liðsins og dómurum aldarinnar. Ekki má gleyma skotkeppni KKÍ og Doritos en þar keppa leikmenn í 8. flokki karla til úrstlita í "stinger".