1 feb. 2001Heil umferð er á dagskrá í Epson-deildinni í kvöld. Hér verður örugglega um hörkuleiki að ræða og vandasamt að spá fyrir um úrslit. Njarðvíkingar, topplið deildarinnar, mæta Hamarsmönnum á heimavelli þeirra síðarnefndu í Hveragerði. Hamar, sem enn hefur ekki hefur tapað leik á heimvelli í vetur, er í fjórða sæti deildarinnar. Tekst toppliðinu að sleppa með skrekkinn í kvöld eða vinnur Hamar enn einn heimasigurinn? Leikurinn verður sýndur á Sýn. Aðrir leikir í kvöld eru Skallagrímur - Haukar í Borgarnesi, KFÍ -Valur á Ísafirði, Keflavík - UMFG í Keflavík og ÍR - Tindastóll í Seljaskóla. Þessir leikir hefjast allir kl. 20. Á Akureyri er einnig leikur Þórs og Íslandsmeistara KR. Sá leikur hefst kl. 20:30.
Hörkuleikir í Epson-deildinni í kvöld
1 feb. 2001Heil umferð er á dagskrá í Epson-deildinni í kvöld. Hér verður örugglega um hörkuleiki að ræða og vandasamt að spá fyrir um úrslit. Njarðvíkingar, topplið deildarinnar, mæta Hamarsmönnum á heimavelli þeirra síðarnefndu í Hveragerði. Hamar, sem enn hefur ekki hefur tapað leik á heimvelli í vetur, er í fjórða sæti deildarinnar. Tekst toppliðinu að sleppa með skrekkinn í kvöld eða vinnur Hamar enn einn heimasigurinn? Leikurinn verður sýndur á Sýn. Aðrir leikir í kvöld eru Skallagrímur - Haukar í Borgarnesi, KFÍ -Valur á Ísafirði, Keflavík - UMFG í Keflavík og ÍR - Tindastóll í Seljaskóla. Þessir leikir hefjast allir kl. 20. Á Akureyri er einnig leikur Þórs og Íslandsmeistara KR. Sá leikur hefst kl. 20:30.