30 jan. 2001Ísland mætir Finnlandi, Írlandi og Sviss í næstu undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikið verður eftir nýju fyrirkomulagi og er fyrsti leikurinn gegn Finnlandi heima 2. júní. Undankeppnin hefur hingað til verið leikin í sem fjölliðamót á 5-6 dögum, en samkvæmt nýja fyrirkomulaginu verður leikið heima og heiman í fjögurra liða riðlum. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í undanúrslitakeppnina, en keppninni líkur með úrslitakeppni í Svíþjóð 2003. Ljóst er að róðurinn verður mjög þungur hjá íslenska liðinu þar sem allar þessar þjóðir sem eru mótherjar okkar að þessu sinni eru öflugar. Finnar og Svisslendingar voru í undanúrslitakeppninni í vetur en féllu niður í undankeppnina eins og Íslendingar. Írar voru þar hins vegar ekki, en þeir hafa verið þekktir fyrir að leita uppi írskættaða Bandaríkjamenn og setja þá í landsliðið. Fyrsti leikurinn er gegn Finnum heima 2. júní, en síðan verður leikur úti gegn Svisslendingum 6. júní og Írum 9. júní. Síðari umferðin verður í ágúst en þá mæta Íslendingar Finnum úti 25. ágúst, Svisslendingum heima 29. ágúst og Írum heima 1. september.
Erfiðir mótherjar í næstu undankeppni
30 jan. 2001Ísland mætir Finnlandi, Írlandi og Sviss í næstu undankeppni Evrópumóts landsliða. Leikið verður eftir nýju fyrirkomulagi og er fyrsti leikurinn gegn Finnlandi heima 2. júní. Undankeppnin hefur hingað til verið leikin í sem fjölliðamót á 5-6 dögum, en samkvæmt nýja fyrirkomulaginu verður leikið heima og heiman í fjögurra liða riðlum. Tvær efstu þjóðirnar komast áfram í undanúrslitakeppnina, en keppninni líkur með úrslitakeppni í Svíþjóð 2003. Ljóst er að róðurinn verður mjög þungur hjá íslenska liðinu þar sem allar þessar þjóðir sem eru mótherjar okkar að þessu sinni eru öflugar. Finnar og Svisslendingar voru í undanúrslitakeppninni í vetur en féllu niður í undankeppnina eins og Íslendingar. Írar voru þar hins vegar ekki, en þeir hafa verið þekktir fyrir að leita uppi írskættaða Bandaríkjamenn og setja þá í landsliðið. Fyrsti leikurinn er gegn Finnum heima 2. júní, en síðan verður leikur úti gegn Svisslendingum 6. júní og Írum 9. júní. Síðari umferðin verður í ágúst en þá mæta Íslendingar Finnum úti 25. ágúst, Svisslendingum heima 29. ágúst og Írum heima 1. september.