29 jan. 2001Nú þegar undanúrslitakeppni FIBA er lokið liggur fyrir hvaða 8 þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tyrklandi í ágúst og september í haust. Athyglisvert er að af þeim 8 þjóðum hafa 5 verið í riðli með Íslandi í tveimur síðustu keppnum, þ.e. Bosnía-Herzegovina, Eistland, Króatía, Slóvenía og Úkraína. Auk þess má nefna sjötta liðið, Litháen, sem áður hafði tryggt sér beina þátttöku í úrslitakeppninni. Af þessu má draga þá ályktun að þeir riðlar sem Ísland hefur tekið þátt í undanfarin 4 ár hafa verið sterkir.
Margir mótherjar Íslands í úrslitum EM
29 jan. 2001Nú þegar undanúrslitakeppni FIBA er lokið liggur fyrir hvaða 8 þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tyrklandi í ágúst og september í haust. Athyglisvert er að af þeim 8 þjóðum hafa 5 verið í riðli með Íslandi í tveimur síðustu keppnum, þ.e. Bosnía-Herzegovina, Eistland, Króatía, Slóvenía og Úkraína. Auk þess má nefna sjötta liðið, Litháen, sem áður hafði tryggt sér beina þátttöku í úrslitakeppninni. Af þessu má draga þá ályktun að þeir riðlar sem Ísland hefur tekið þátt í undanfarin 4 ár hafa verið sterkir.