29 jan. 2001Körfuknattleikssamband Íslands er 40 ára í dag. KKÍ var stofnað 29. janúar 1961. Sú afmælisgjöf sem landsliðið færði sambandinu um helgina var kærkomin og í raun besta gjöf sem KKÍ gat hugsað sér. Fyrsti sigurinn í undanúrslitakeppni Evrópumótsins hefði ekki getað komið á betri tíma. Með sigrinum er ákveðnum áfanga náð og víst er að markið verður sett hærra hjá landsliðinu á næstu árum. Framundan í vor er undankeppni fyrir næstu Evrópukeppni, þeirri sem líkur með úrslitakeppni í Svíðþjóð 2003. Íslenska landsliðið ætlar sér ekkert annað en sæti í undanúrslitakeppninni fyrir þá keppni. Afmælishóf í tilefni af 40 ára afmælinu verður haldið í febrúar nk. og þá kemur bókin um sögu KKÍ og körfuboltans á Íslandi út.
KKÍ er 40 ára í dag
29 jan. 2001Körfuknattleikssamband Íslands er 40 ára í dag. KKÍ var stofnað 29. janúar 1961. Sú afmælisgjöf sem landsliðið færði sambandinu um helgina var kærkomin og í raun besta gjöf sem KKÍ gat hugsað sér. Fyrsti sigurinn í undanúrslitakeppni Evrópumótsins hefði ekki getað komið á betri tíma. Með sigrinum er ákveðnum áfanga náð og víst er að markið verður sett hærra hjá landsliðinu á næstu árum. Framundan í vor er undankeppni fyrir næstu Evrópukeppni, þeirri sem líkur með úrslitakeppni í Svíðþjóð 2003. Íslenska landsliðið ætlar sér ekkert annað en sæti í undanúrslitakeppninni fyrir þá keppni. Afmælishóf í tilefni af 40 ára afmælinu verður haldið í febrúar nk. og þá kemur bókin um sögu KKÍ og körfuboltans á Íslandi út.