26 jan. 2001Íslenska landsliðið er ekki í sólarlandaferð í Portúgal, svo mikið er víst. Kuldi (minna en 10°C) og rigning er í Oporto og mönnum er kalt þar sem hús á þessum slóðum eru óupphituð. Friðrik Ingi ákvað að fella æfingu sem vera átti í morgun niður vegna kulda í íþróttahúsinu. Reynt verður að hafa æfinguna síðar í dag. Gísli Friðjónsson fararstjóri íslenska liðsins sagði í spjalli við kki.is í morgun að réttast væri að fá kuldagalla og angóra nærföt sent í hraðpósti til Oporto, svo kalt væri þar jafnt innan dyra sem utan. Gísli sagði ennfremur að leikmenn hefðu verið að gantast í þeim sem tóku með sér kuldaúlpur í ferðina, en væru nú hættir því og sáröfunduðu þá sem það gerðu. Íþróttahúsið sem æft og leikið er í myndi varla fá fokheldisvottorð ef það væri á Íslandi að sögn Gísla, þar sem það heldur afar illa vatni og vindum. Gísli sagði að réttara væri að tala um skýli en íþróttahöll, en gólfið mun vera gott þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir kuldann eru allir hressir í hópnum og tilbúnir í leikinn gegn heimamönnum á morgun. Þess má að lokum geta að íslenska liðið ætlar ekki á útimarkað í dag og Ísak Leifsson sjúkraþjáfari íslenska liðsins hefur ekki enn fengið heimsókn frá sjúkraþjálfara portúgalska liðsins. Leikurinn á morgun hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.
Hættu við æfingu í morgun vegna kulda
26 jan. 2001Íslenska landsliðið er ekki í sólarlandaferð í Portúgal, svo mikið er víst. Kuldi (minna en 10°C) og rigning er í Oporto og mönnum er kalt þar sem hús á þessum slóðum eru óupphituð. Friðrik Ingi ákvað að fella æfingu sem vera átti í morgun niður vegna kulda í íþróttahúsinu. Reynt verður að hafa æfinguna síðar í dag. Gísli Friðjónsson fararstjóri íslenska liðsins sagði í spjalli við kki.is í morgun að réttast væri að fá kuldagalla og angóra nærföt sent í hraðpósti til Oporto, svo kalt væri þar jafnt innan dyra sem utan. Gísli sagði ennfremur að leikmenn hefðu verið að gantast í þeim sem tóku með sér kuldaúlpur í ferðina, en væru nú hættir því og sáröfunduðu þá sem það gerðu. Íþróttahúsið sem æft og leikið er í myndi varla fá fokheldisvottorð ef það væri á Íslandi að sögn Gísla, þar sem það heldur afar illa vatni og vindum. Gísli sagði að réttara væri að tala um skýli en íþróttahöll, en gólfið mun vera gott þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir kuldann eru allir hressir í hópnum og tilbúnir í leikinn gegn heimamönnum á morgun. Þess má að lokum geta að íslenska liðið ætlar ekki á útimarkað í dag og Ísak Leifsson sjúkraþjáfari íslenska liðsins hefur ekki enn fengið heimsókn frá sjúkraþjálfara portúgalska liðsins. Leikurinn á morgun hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma.