23 jan. 2001Íslensk stjórnvöld ákváðu að veita tæplega 60 fylgismönnum Makedóníumanna vegabréfsáritun. Munu þeir því geta komist á leikinn á morgun. Vegabréfsáritunin gildir í tvo daga. Vegna þessa máls birtir KKÍ eftirfarandi yfirlýsingu. Í tilefni af umfjöllun um komu landsliðs Makedóníu í körfuknattleik, og málefna er lúta að vegabréfsáritun gesta frá Makedóníu, þykir undirrituðum sem formanni Körfuknattleikssambands Íslands rétt að eftirfarandi komi fram. Dagsetning leiks Íslands og Makedóníu hefur legið fyrir í hálft annað ár, og því nægur fyrirvari til að skipuleggja ferðamáta og fyrirkomulag. Hefð er fyrir því að körfuknattleikssambönd aðstoði hvert annað eftir föngum við tæknileg atriði er lúta að heimsóknum til landa hvers annars. Í samræmi við það sendi framkvæmdastjóri KKÍ, Pétur Hrafn Sigurðsson, skeyti til Körfuknattleikssambands Makedóníu í byrjun þessa mánaðar þar sem boðin var fram aðstoð við að annast algerlega þjónustu við þá viðbótargesti sem liðið hugðist bjóða með sér, þ.m.t. öflun nauðsynlegra vegabréfsáritana. Þetta boð þáðu fulltrúar Körfuknattleikssambands Makedóníu ekki. Ferð viðbótargestanna mun ekki vera beint á vegum Körfuknattleikssambands Makedóníu, heldur mun hún vera skipulögð af þarlendri ferðaskrifstofu, þó með það fyrir augum að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir beinu leiguflugi liðsins til Íslands og síðan Úkraínu, þar sem liðið á að leika n.k. laugardag. KKÍ hefur talið sér ljúft og skylt að leita allra leiða til að aðstoða vini okkar frá Makedóníu við að afla vegabréfsáritana, og hafði þannig m.a. milligöngu um öflun vegabréfsáritana fyrir leikmenn og fararstjórn liðsins. Mikilvægt er að fram komi að engin vandkvæði hafa verið á öflun þeirra vegabréfsáritana. Í lok síðustu viku leitaði Körfuknattleikssamband Makedóníu til KKÍ um aðstoð við öflun vegabréfsáritana fyrir allan hópinn. Brást skrifstofa KKÍ þegar í stað við og hafði samband við Útlendingaeftirlitið. Hafa bæði formaður og framkvæmdastjóri KKÍ átt nokkur samskipti undanfarna daga bæði við forstjóra Útlendingaeftirlitsins og fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins vegna máls þessa. Hafa þeir aðilar verið allir af vilja gerðir til að finna lausn málsins, og m.a. boðið fram eftirvinnu starfsmanna ef á slíkt myndi reyna. Nú þegar ljóst er að málið hefur fengið farsælan endi vill Körfuknattleikssamband Íslands sérstaklega færa þakkir þeim aðilum innan íslenska stjórnkerfisins sem komið hafa að lausn þessa máls, og gert hinum erlendu gestum kleyft að njóta kappleiksins, og þess sem Ísland hefur upp á að bjóða næstu tvo sólarhringa. Landslið Makedóníu er eitt af bestu liðum Evrópu, og er nú í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Tyrklandi í sumar. KKÍ vonar að landslið Íslands og Makedóníu eigi drengilegan og skemmtilegan kappleik, og þótt Ísland leiki að sjálfsögðu til sigurs þá óskum við vinum okkar frá Makedóníu alls hins besta í áframhaldandi keppni. Virðingarfyllst, Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Allir Makedóníumenn komnir til landsins
23 jan. 2001Íslensk stjórnvöld ákváðu að veita tæplega 60 fylgismönnum Makedóníumanna vegabréfsáritun. Munu þeir því geta komist á leikinn á morgun. Vegabréfsáritunin gildir í tvo daga. Vegna þessa máls birtir KKÍ eftirfarandi yfirlýsingu. Í tilefni af umfjöllun um komu landsliðs Makedóníu í körfuknattleik, og málefna er lúta að vegabréfsáritun gesta frá Makedóníu, þykir undirrituðum sem formanni Körfuknattleikssambands Íslands rétt að eftirfarandi komi fram. Dagsetning leiks Íslands og Makedóníu hefur legið fyrir í hálft annað ár, og því nægur fyrirvari til að skipuleggja ferðamáta og fyrirkomulag. Hefð er fyrir því að körfuknattleikssambönd aðstoði hvert annað eftir föngum við tæknileg atriði er lúta að heimsóknum til landa hvers annars. Í samræmi við það sendi framkvæmdastjóri KKÍ, Pétur Hrafn Sigurðsson, skeyti til Körfuknattleikssambands Makedóníu í byrjun þessa mánaðar þar sem boðin var fram aðstoð við að annast algerlega þjónustu við þá viðbótargesti sem liðið hugðist bjóða með sér, þ.m.t. öflun nauðsynlegra vegabréfsáritana. Þetta boð þáðu fulltrúar Körfuknattleikssambands Makedóníu ekki. Ferð viðbótargestanna mun ekki vera beint á vegum Körfuknattleikssambands Makedóníu, heldur mun hún vera skipulögð af þarlendri ferðaskrifstofu, þó með það fyrir augum að skapa fjárhagslegan grundvöll fyrir beinu leiguflugi liðsins til Íslands og síðan Úkraínu, þar sem liðið á að leika n.k. laugardag. KKÍ hefur talið sér ljúft og skylt að leita allra leiða til að aðstoða vini okkar frá Makedóníu við að afla vegabréfsáritana, og hafði þannig m.a. milligöngu um öflun vegabréfsáritana fyrir leikmenn og fararstjórn liðsins. Mikilvægt er að fram komi að engin vandkvæði hafa verið á öflun þeirra vegabréfsáritana. Í lok síðustu viku leitaði Körfuknattleikssamband Makedóníu til KKÍ um aðstoð við öflun vegabréfsáritana fyrir allan hópinn. Brást skrifstofa KKÍ þegar í stað við og hafði samband við Útlendingaeftirlitið. Hafa bæði formaður og framkvæmdastjóri KKÍ átt nokkur samskipti undanfarna daga bæði við forstjóra Útlendingaeftirlitsins og fulltrúa Dómsmálaráðuneytisins vegna máls þessa. Hafa þeir aðilar verið allir af vilja gerðir til að finna lausn málsins, og m.a. boðið fram eftirvinnu starfsmanna ef á slíkt myndi reyna. Nú þegar ljóst er að málið hefur fengið farsælan endi vill Körfuknattleikssamband Íslands sérstaklega færa þakkir þeim aðilum innan íslenska stjórnkerfisins sem komið hafa að lausn þessa máls, og gert hinum erlendu gestum kleyft að njóta kappleiksins, og þess sem Ísland hefur upp á að bjóða næstu tvo sólarhringa. Landslið Makedóníu er eitt af bestu liðum Evrópu, og er nú í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Tyrklandi í sumar. KKÍ vonar að landslið Íslands og Makedóníu eigi drengilegan og skemmtilegan kappleik, og þótt Ísland leiki að sjálfsögðu til sigurs þá óskum við vinum okkar frá Makedóníu alls hins besta í áframhaldandi keppni. Virðingarfyllst, Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.