18 jan. 2001Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðþjálfari hefur valið þá 12 leikmenn sem taka munu þátt í undirbúningi fyrir leikina gegn Makedóníu og Portúgal 24. og 27. janúar nk.Þrír nýliðar er í hópnum, Magnús Þór Gunnarsson og Jón Nordal Hafsteinsson úr Keflavík og Sigurður Þorvaldsson úr ÍR. Eftirtaldir leikmenn skipa 12 manna hóp sem valinn hefur verið fyrir tvo síðustu leikina okkar í undanúrslitariðli Evrópukeppninnar. Það er óhætt að segja að próf í framhaldsskólum setur örlítið strik í reikninginn, en nokkrir leikmanna gátu ekki gefið kost á sér í verkefnið sökum þess. Helgi Jónas Guðfinnsson Ieper 24 ára 50 leikir Friðrik Stefánsson Njarðvík 24 ára 41 leikir Ólafur Jón Ormsson KR 24 ára 4 leikir Herbert Arnarson Valur 30 ára 95 leikir Birgir Örn Birgisson Keflavík 31 árs 24 leikir Hreggviður Magnússon ÍR 18 ára 1 leikur Gunnar Einarsson Keflavík 23 ára 14 leikir Logi Gunnarsson Njarðvík 19 ára 7 leikir Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík 19 ára nýliði Sigurður Þorvaldsson ÍR 20 ára nýliði Jón Arnór Stefánsson KR 18 ára 7 leikir Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 19 ára nýliði Að auki voru Magni Hafsteinsson KR og Óðinn Ásgeirsson Þór Ak. valdir en því miður gátu ekki gefið kost á sér sökum prófa. Einnig er óvíst að Jón Arnór komist með liðinu til Portúgals. mt: Magnús Þór Gunnarsson Keflavík er nú valinn í landsliðhópinn í fyrsta sinn. Jón Nordal Hafsteinsson og Sigurður Þorvaldsson voru einnig í hópnum í nóvember en léku ekki landsleik.
Þrír nýliðar í 12 manna hóp Friðriks Inga
18 jan. 2001Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðþjálfari hefur valið þá 12 leikmenn sem taka munu þátt í undirbúningi fyrir leikina gegn Makedóníu og Portúgal 24. og 27. janúar nk.Þrír nýliðar er í hópnum, Magnús Þór Gunnarsson og Jón Nordal Hafsteinsson úr Keflavík og Sigurður Þorvaldsson úr ÍR. Eftirtaldir leikmenn skipa 12 manna hóp sem valinn hefur verið fyrir tvo síðustu leikina okkar í undanúrslitariðli Evrópukeppninnar. Það er óhætt að segja að próf í framhaldsskólum setur örlítið strik í reikninginn, en nokkrir leikmanna gátu ekki gefið kost á sér í verkefnið sökum þess. Helgi Jónas Guðfinnsson Ieper 24 ára 50 leikir Friðrik Stefánsson Njarðvík 24 ára 41 leikir Ólafur Jón Ormsson KR 24 ára 4 leikir Herbert Arnarson Valur 30 ára 95 leikir Birgir Örn Birgisson Keflavík 31 árs 24 leikir Hreggviður Magnússon ÍR 18 ára 1 leikur Gunnar Einarsson Keflavík 23 ára 14 leikir Logi Gunnarsson Njarðvík 19 ára 7 leikir Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík 19 ára nýliði Sigurður Þorvaldsson ÍR 20 ára nýliði Jón Arnór Stefánsson KR 18 ára 7 leikir Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 19 ára nýliði Að auki voru Magni Hafsteinsson KR og Óðinn Ásgeirsson Þór Ak. valdir en því miður gátu ekki gefið kost á sér sökum prófa. Einnig er óvíst að Jón Arnór komist með liðinu til Portúgals. mt: Magnús Þór Gunnarsson Keflavík er nú valinn í landsliðhópinn í fyrsta sinn. Jón Nordal Hafsteinsson og Sigurður Þorvaldsson voru einnig í hópnum í nóvember en léku ekki landsleik.