17 jan. 2001Njarðvíkingar unnu granna sína úr Keflavík í Epson-deildinni í kvöld og tóku þar með af þeim toppsæti deildarinnar. Þá urðu einnig breytingar á botninum er Valsmenn burstuðu Tindastólsmenn og komust þar með upp úr botnsæti deildarinnar. Haukar unnu Þórsara á Ásvöllum og Hamarsmenn unnu sinn fyrsta sigur á útivelli í vetur er þeir lögðu Íslandsmeistara KR í Frostaskjóli. Þar með hafa Hamarsmenn lagt meistarana fjórum sinnum í vetur. Loks unnu Grindvíkinga röruggan sigur á ÍR-ingum í Grindavík. Leik KFÍ og Skallagríms var frestað til sunnudags. KFÍ-menn eru nú í neðsta sæti deildarinnar, en eiga tvo leiki til góða. Þeir leika gegn Þór á Akureyri á fimmtudagskvöld. Nánar úrslit og stigaskor leikja kvöldsins á Epson-deildar síðu.
Njarðvíkingar í toppsætið og Valsmenn af botninum
17 jan. 2001Njarðvíkingar unnu granna sína úr Keflavík í Epson-deildinni í kvöld og tóku þar með af þeim toppsæti deildarinnar. Þá urðu einnig breytingar á botninum er Valsmenn burstuðu Tindastólsmenn og komust þar með upp úr botnsæti deildarinnar. Haukar unnu Þórsara á Ásvöllum og Hamarsmenn unnu sinn fyrsta sigur á útivelli í vetur er þeir lögðu Íslandsmeistara KR í Frostaskjóli. Þar með hafa Hamarsmenn lagt meistarana fjórum sinnum í vetur. Loks unnu Grindvíkinga röruggan sigur á ÍR-ingum í Grindavík. Leik KFÍ og Skallagríms var frestað til sunnudags. KFÍ-menn eru nú í neðsta sæti deildarinnar, en eiga tvo leiki til góða. Þeir leika gegn Þór á Akureyri á fimmtudagskvöld. Nánar úrslit og stigaskor leikja kvöldsins á Epson-deildar síðu.