15 jan. 2001Kristinn Einarsson lætur af störfum hjá Keflavík. Í gærkvöldi ((föstudag) ákvað Kristinn Einarsson að láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Kristinn náði mjög góðum árangri með liðið í fyrra en þá varð Keflavík Íslands- og bikarmeistari. Í kjölfarið var Kristinn endurráðinn en hefur nú sagt starfinu lausu. Ástæða uppsagnarinnar er sú að ekki var almenn sátt innan liðsins. Kristinn taldi lausn vandans ekki í sjónmáli og kaus því að láta af störfum. Kristinn skilur við félagið í bróðerni og stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þakkar honum gott starf. Kristinn Óskarsson tekur við Seint í gærkvöldi (föstudag) náðust samningar við nýjan þjálfara, Kristinn Óskarsson. Kristinn er betur þekktur sem körfuboltadómari en hann hefur dæmt um 900 leiki. Kristinn hefur þjálfað stúlknaflokka í Keflavík undanfarin tvö ár með góðum árangri og mun leiða meistaraflokkinn það sem eftir lifir þessari leiktíð. Fyrsti leikurinn undir stjórn Kristins Óskarssonar er á morgun, en þá halda stúlkurnar til Grindavíkur. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar býður Kristinn velkominn til starfa og óskar honum velgengni í starfi.
Þjálfaraskipti hjá kvennaliði Keflavíkur
15 jan. 2001Kristinn Einarsson lætur af störfum hjá Keflavík. Í gærkvöldi ((föstudag) ákvað Kristinn Einarsson að láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Kristinn náði mjög góðum árangri með liðið í fyrra en þá varð Keflavík Íslands- og bikarmeistari. Í kjölfarið var Kristinn endurráðinn en hefur nú sagt starfinu lausu. Ástæða uppsagnarinnar er sú að ekki var almenn sátt innan liðsins. Kristinn taldi lausn vandans ekki í sjónmáli og kaus því að láta af störfum. Kristinn skilur við félagið í bróðerni og stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þakkar honum gott starf. Kristinn Óskarsson tekur við Seint í gærkvöldi (föstudag) náðust samningar við nýjan þjálfara, Kristinn Óskarsson. Kristinn er betur þekktur sem körfuboltadómari en hann hefur dæmt um 900 leiki. Kristinn hefur þjálfað stúlknaflokka í Keflavík undanfarin tvö ár með góðum árangri og mun leiða meistaraflokkinn það sem eftir lifir þessari leiktíð. Fyrsti leikurinn undir stjórn Kristins Óskarssonar er á morgun, en þá halda stúlkurnar til Grindavíkur. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar býður Kristinn velkominn til starfa og óskar honum velgengni í starfi.