30 des. 2000Íslensku U16 strákarnir töpuðu í dag fyrir Svíum í leiknum um þriðja sætið á Polar Cup 2000 i körfuknattleik. Svíar skoruðu 81 stig á móti 71 stigi Íslendinga, en í hálfleik var staðan 28-44. Bæði liðin byrjuðu leikinn af mikilli baráttu og eftir einn leikhluta var staðan 16-15, Íslandi í vil. Í öðrum leikhluta fengu íslensku strákarnir á sig nokkra slæma dóma og létu þeir það hlaupa í skapið á sér og það hafði þau áhrif á leikinn að Svíar unnu annan leikhlutann 29-12. Sigurður þjálfari ákvað að breyta byrjunarliðinu í seinni hálfleik og setja nýliðann Magnús Pálsson inná fyrir Kristinn Jónasson og thað virkaði þannig að eftir smáerfiðleika i byrjun hrökk íslenska liðið loksins í gír. Munaði þar mest um framlag nýliðans, Magnúsar, sem hafði ekki fengið að spreyta sig i fyrri hálfleik, en tók svo heldur betur i taumana þegar hann fékk tækifæri til þess. Hann skoraði grimmt úr keyrslum upp að körfu og náði mörgum sóknarfráköstum og smám saman tóku Íslendingarnir að minnka muninn. Minnst náðu þeir muninum i 4 stig, en þá fóru villuvandræðin að hrjá Íslendingana og Svíarnir héldu forystunni á lokamínútunum og stóðu uppi sem sanngjarnir sigurvegarar í leikslok. Strákarnir sýndu mikinn karakter i seinni hálfleik þegar þeir söxuðu á forskotið en annar leikhlutinn varð þeim að falli i þetta sinn. En þetta mót var góð reynsla fyrir þetta unga lið og þarna eru margir strákar sem eiga bjarta framtíð í körfunni. Allt liðið á skilið klapp á bakið fyrir frammistöðuna i seinni hálfleiknum, en enginn þó meira en Magnús. Ungi pilturinn a sannarlega bjarta framtíð fyrir sér. Ef liðið hefði barist allan leikinn eins og það gerði í þeim seinni, hefðu úrslitin orðið önnur! Stigin: Magnús 16 stig, Jón Brynjar 10, Birkir, Þorleifur og Olafur 8 hver, Fannar og Jón Hrafn 7, Sævar 5 og Gudmundur 2. Fráköstin: Magnús, Jón Hrafn og Fannar með 5. Ísland lenti því i fjórða sæti á Polar Cup að þessu sinni. Med kvedju fra Fredriksberg, Pétur Guðmundsson Fararstjóri íslenska U16 landsliðsins Smelltu á [v+]http://resultater.sportal.dk/dbbf/Display/k33.mml?rv1=P000701&fb=DBBF&ak=Ynglinge&rk=Polar+Cup+2000&k=Herrer[v-]Polar cup síðu[slod-] til að sjá úrslit allra leikja og lokastöðuna.
Lokaspretturinn ekki nóg!
30 des. 2000Íslensku U16 strákarnir töpuðu í dag fyrir Svíum í leiknum um þriðja sætið á Polar Cup 2000 i körfuknattleik. Svíar skoruðu 81 stig á móti 71 stigi Íslendinga, en í hálfleik var staðan 28-44. Bæði liðin byrjuðu leikinn af mikilli baráttu og eftir einn leikhluta var staðan 16-15, Íslandi í vil. Í öðrum leikhluta fengu íslensku strákarnir á sig nokkra slæma dóma og létu þeir það hlaupa í skapið á sér og það hafði þau áhrif á leikinn að Svíar unnu annan leikhlutann 29-12. Sigurður þjálfari ákvað að breyta byrjunarliðinu í seinni hálfleik og setja nýliðann Magnús Pálsson inná fyrir Kristinn Jónasson og thað virkaði þannig að eftir smáerfiðleika i byrjun hrökk íslenska liðið loksins í gír. Munaði þar mest um framlag nýliðans, Magnúsar, sem hafði ekki fengið að spreyta sig i fyrri hálfleik, en tók svo heldur betur i taumana þegar hann fékk tækifæri til þess. Hann skoraði grimmt úr keyrslum upp að körfu og náði mörgum sóknarfráköstum og smám saman tóku Íslendingarnir að minnka muninn. Minnst náðu þeir muninum i 4 stig, en þá fóru villuvandræðin að hrjá Íslendingana og Svíarnir héldu forystunni á lokamínútunum og stóðu uppi sem sanngjarnir sigurvegarar í leikslok. Strákarnir sýndu mikinn karakter i seinni hálfleik þegar þeir söxuðu á forskotið en annar leikhlutinn varð þeim að falli i þetta sinn. En þetta mót var góð reynsla fyrir þetta unga lið og þarna eru margir strákar sem eiga bjarta framtíð í körfunni. Allt liðið á skilið klapp á bakið fyrir frammistöðuna i seinni hálfleiknum, en enginn þó meira en Magnús. Ungi pilturinn a sannarlega bjarta framtíð fyrir sér. Ef liðið hefði barist allan leikinn eins og það gerði í þeim seinni, hefðu úrslitin orðið önnur! Stigin: Magnús 16 stig, Jón Brynjar 10, Birkir, Þorleifur og Olafur 8 hver, Fannar og Jón Hrafn 7, Sævar 5 og Gudmundur 2. Fráköstin: Magnús, Jón Hrafn og Fannar með 5. Ísland lenti því i fjórða sæti á Polar Cup að þessu sinni. Med kvedju fra Fredriksberg, Pétur Guðmundsson Fararstjóri íslenska U16 landsliðsins Smelltu á [v+]http://resultater.sportal.dk/dbbf/Display/k33.mml?rv1=P000701&fb=DBBF&ak=Ynglinge&rk=Polar+Cup+2000&k=Herrer[v-]Polar cup síðu[slod-] til að sjá úrslit allra leikja og lokastöðuna.