30 nóv. 2000Þrjú ný ríki hafa fengið inngöngu í FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandið. Þetta eru Mongólía, Nepal og Swazíland. Þar með er FIBA orðið næst stærsta heimssambandið með 211 ríki innan sinna vébanda. Aðeins Alþjóðablaksambandið (FIVB) er stærra en FIBA, en alls 217 ríki eru í því sambandi. Í þriðja sæti er Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (IAAF) með 210 aðildarríki og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) er í fjórða sæti með 203 aðildarríki.
FIBA orðið næst stærsta heimssambandið
30 nóv. 2000Þrjú ný ríki hafa fengið inngöngu í FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandið. Þetta eru Mongólía, Nepal og Swazíland. Þar með er FIBA orðið næst stærsta heimssambandið með 211 ríki innan sinna vébanda. Aðeins Alþjóðablaksambandið (FIVB) er stærra en FIBA, en alls 217 ríki eru í því sambandi. Í þriðja sæti er Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (IAAF) með 210 aðildarríki og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) er í fjórða sæti með 203 aðildarríki.