28 nóv. 2000Hreggviður Magnússon, ÍR og Ingvaldur Magni Hafsteinsson KR munu leika sinn fyrsta landsleik á morgun, þegar Ísland mætir Slóveníu í Laugardalshöll kl. 18:00. Þeir Hreggviður og Magni koma í liðið í stað þeirra Páls Axels Vilbergssonar og Jóns Arnars Ingvarssonar. Helgi Jónas Guðfinnsson leikstjórandi íslenska liðsins á við meiðsl að stríða og óvíst er hvort hann geti leikið með gegn Slóveníu. Gunnar Einarsson úr Keflavík er klár í slaginn ef Helgi Jónas verður ekki orðinn leikfær á morgun. Slóvenska liðið kom til landsins síðdegis og er þessa stundina á æfingu í Laugardalshöll. KKÍ vonar að sem flestir komi í Höllina á morgun til að styðja við bakið á strákunun í baráttu við eitt af bestu landsliðum Evrópu og eins til að berja augum snjalla leikmenn Slóveníu sem margir hverjir eru á mála hjá stórliðum á Ítalíu. Leikurinn hefst kl. 18:00 í Höllinni, en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður hann sýndur beint á Sýn.
Nýliðar í íslenska liðinu gegn Slóveníu
28 nóv. 2000Hreggviður Magnússon, ÍR og Ingvaldur Magni Hafsteinsson KR munu leika sinn fyrsta landsleik á morgun, þegar Ísland mætir Slóveníu í Laugardalshöll kl. 18:00. Þeir Hreggviður og Magni koma í liðið í stað þeirra Páls Axels Vilbergssonar og Jóns Arnars Ingvarssonar. Helgi Jónas Guðfinnsson leikstjórandi íslenska liðsins á við meiðsl að stríða og óvíst er hvort hann geti leikið með gegn Slóveníu. Gunnar Einarsson úr Keflavík er klár í slaginn ef Helgi Jónas verður ekki orðinn leikfær á morgun. Slóvenska liðið kom til landsins síðdegis og er þessa stundina á æfingu í Laugardalshöll. KKÍ vonar að sem flestir komi í Höllina á morgun til að styðja við bakið á strákunun í baráttu við eitt af bestu landsliðum Evrópu og eins til að berja augum snjalla leikmenn Slóveníu sem margir hverjir eru á mála hjá stórliðum á Ítalíu. Leikurinn hefst kl. 18:00 í Höllinni, en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður hann sýndur beint á Sýn.