22 nóv. 2000Ísland tapaði fyrir Úkraínu 62-105 í Laugardalshöll í kvöld. Leikur liðanna var jafn fyrstu tvo leikhlutana, 21-29 eftir þann fyrsta og 45-45 í hálfleik. Í þriðja leikhluta hrundi leikur íslenska liðsins og liðið skoraði aðeins 7 stig gegn 37 stigum Úkraínu, eftir það náði íslenska liðið sér ekki á strik og munurinn jókst jafnt og þétt til leiksloka og endaði 62-105. Stig Íslands skiptust þannig í leiknum: Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Jón Arnór Stefánsson 13 (3 stolnir boltar og 3 stoðsendingar), Friðrik Stefánsson 8 (11 fráköst, 3 varin skot og 4 stoðsendingar), Herbert Arnarson 8, Eiríkur Önundarson 5, Ólafur Jón Ormsson 5 (4 stolnir boltar), Páll Axel Vilbergsson 3 og Logi Gunnarsson 3. Íslenska liðið hitti úr 6 af 43 tveggja stiga skotum sínum en 10 af 26 í þriggja. Vítanýtingin var öllu skárri eða 20 af 24. Í seinni hálfleik hitti íslenska liðið úr 5 af 33 skotum utan af velli. Í liði Úkraínu var hinn 21 árs gamli Mykola Khryapa bestur, skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði 11 skot. Ekki amaleg þreföld tvenna það. [v+]tolfraedi\statislukr.htm[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Íslenska liðið heldur til Belgíu á morgun þar sem það mun leika við Belga á laugardaginn kl 18:30 að íslenskum tíma.
Stórtap gegn Úkraínu
22 nóv. 2000Ísland tapaði fyrir Úkraínu 62-105 í Laugardalshöll í kvöld. Leikur liðanna var jafn fyrstu tvo leikhlutana, 21-29 eftir þann fyrsta og 45-45 í hálfleik. Í þriðja leikhluta hrundi leikur íslenska liðsins og liðið skoraði aðeins 7 stig gegn 37 stigum Úkraínu, eftir það náði íslenska liðið sér ekki á strik og munurinn jókst jafnt og þétt til leiksloka og endaði 62-105. Stig Íslands skiptust þannig í leiknum: Helgi Jónas Guðfinnsson 17, Jón Arnór Stefánsson 13 (3 stolnir boltar og 3 stoðsendingar), Friðrik Stefánsson 8 (11 fráköst, 3 varin skot og 4 stoðsendingar), Herbert Arnarson 8, Eiríkur Önundarson 5, Ólafur Jón Ormsson 5 (4 stolnir boltar), Páll Axel Vilbergsson 3 og Logi Gunnarsson 3. Íslenska liðið hitti úr 6 af 43 tveggja stiga skotum sínum en 10 af 26 í þriggja. Vítanýtingin var öllu skárri eða 20 af 24. Í seinni hálfleik hitti íslenska liðið úr 5 af 33 skotum utan af velli. Í liði Úkraínu var hinn 21 árs gamli Mykola Khryapa bestur, skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði 11 skot. Ekki amaleg þreföld tvenna það. [v+]tolfraedi\statislukr.htm[v-]Tölfræði leiksins[slod-] Íslenska liðið heldur til Belgíu á morgun þar sem það mun leika við Belga á laugardaginn kl 18:30 að íslenskum tíma.