17 nóv. 2000Bandaríski þjálfarinn sem er hjá KKÍ um þessar mundir, Nelson Isley, hefur ekki setið auðum höndum. Hann hefur heimsótt fjölda skóla á höfuðborgarsvæðinu auk þess að fara í Hveragerði, Borgarnes og til Akranes. Í vikunni var hann á Ísafirði og í dag fór hann á Egilsstaði. Í næstu viku verður Norðurlandið heimsótt. Nelson heimsækir ekki bara skólana heldur fer hann á æfingar hjá liðunum á kvöldin og ræðir við þjálfara yngri flokka um þeirra áætlanir, hvað sé vel gert og hvað megi betur fara að hans mati. Má segja að viðkomandi þjálfarar hafi fengið einkanámskeið til sín og hefur verið mjög mikil ánægja með það hjá þeim þjálfurum sem hafa nýtt sér þennan möguleika. Nokkur félög og þjálfarar hafa verið mjög dugleg við að nýta sér Isley, en því miður þá virðast aðrir ekki gera sér grein fyrir því tækifæri sem felst í því að fá slíkan mann í heimsókn. Vonandi bæta menn úr því og nýta sér þennan hvalreka. Það fer þó hver að verða síðastur því Nelson hverfur af landi brott þann 15. desember.
Nelson Isley á ferð og flugi
17 nóv. 2000Bandaríski þjálfarinn sem er hjá KKÍ um þessar mundir, Nelson Isley, hefur ekki setið auðum höndum. Hann hefur heimsótt fjölda skóla á höfuðborgarsvæðinu auk þess að fara í Hveragerði, Borgarnes og til Akranes. Í vikunni var hann á Ísafirði og í dag fór hann á Egilsstaði. Í næstu viku verður Norðurlandið heimsótt. Nelson heimsækir ekki bara skólana heldur fer hann á æfingar hjá liðunum á kvöldin og ræðir við þjálfara yngri flokka um þeirra áætlanir, hvað sé vel gert og hvað megi betur fara að hans mati. Má segja að viðkomandi þjálfarar hafi fengið einkanámskeið til sín og hefur verið mjög mikil ánægja með það hjá þeim þjálfurum sem hafa nýtt sér þennan möguleika. Nokkur félög og þjálfarar hafa verið mjög dugleg við að nýta sér Isley, en því miður þá virðast aðrir ekki gera sér grein fyrir því tækifæri sem felst í því að fá slíkan mann í heimsókn. Vonandi bæta menn úr því og nýta sér þennan hvalreka. Það fer þó hver að verða síðastur því Nelson hverfur af landi brott þann 15. desember.