1 nóv. 2000Heimsóknir á KKÍ-vefinn kki.is urðu alls 18.430 í október sl., fyrsta heila mánuðinum sem nýji vefurinn hefur verið á netinu. Þessar viðtökur eru fram úr björtustu vonum. Fjölmargar heimsóknir voru á vefinn strax fyrstu dagana eftir að hann var opnaður 26. september og fjölgaði jafnt og þétt þegar á mánuðinn leið. Flestir heimsóttu vefinn 16. október sl. eða 946. Þá var vikan 23.-29. október hæsta vika mánaðarins með 4.390 heimsóknir. Greinilegt er að margir fara strax á netið og skoða KKí-vefinn þegar þeir mæta til vinnu eða skóla. Yfir nóttina er lítil umferð en strax kl. 8 ríkur heimsóknatíðnin upp og helst nokkuð stöðug allan daginn eða til kl. 17. Flestir koma á kki.is milli kl. 11 og 12. Á kvöldin fjölgar heimsóknum aftur á 11. tímanum og eru þá eflaust margir að skoða úrslit kvöldsins og tölfræði leikja. Mánudagar eru þó vinsælustu dagar vikunnar á kki.is. KKÍ mun beita sér fyrir því að úrslit leikja og tölfræði skili sér enn hraðar á vefinn en hingað til og mun leggja hart að félögunum að flýta innskráningu eins og kostur er. Þá mun KKÍ einnig beita sér fyrir því að úrslit leikja þar sem engin tölfræði er tekin, eins og t.d. í 1. deild karla skili sér hratt inn á netið og netverjar geti séð stigaskor leikmanna, villur og vítanýtingu, eða þær upplýsingar sem lesa má út úr leikskýrslunni.
18.430 heimsóknir í október
1 nóv. 2000Heimsóknir á KKÍ-vefinn kki.is urðu alls 18.430 í október sl., fyrsta heila mánuðinum sem nýji vefurinn hefur verið á netinu. Þessar viðtökur eru fram úr björtustu vonum. Fjölmargar heimsóknir voru á vefinn strax fyrstu dagana eftir að hann var opnaður 26. september og fjölgaði jafnt og þétt þegar á mánuðinn leið. Flestir heimsóttu vefinn 16. október sl. eða 946. Þá var vikan 23.-29. október hæsta vika mánaðarins með 4.390 heimsóknir. Greinilegt er að margir fara strax á netið og skoða KKí-vefinn þegar þeir mæta til vinnu eða skóla. Yfir nóttina er lítil umferð en strax kl. 8 ríkur heimsóknatíðnin upp og helst nokkuð stöðug allan daginn eða til kl. 17. Flestir koma á kki.is milli kl. 11 og 12. Á kvöldin fjölgar heimsóknum aftur á 11. tímanum og eru þá eflaust margir að skoða úrslit kvöldsins og tölfræði leikja. Mánudagar eru þó vinsælustu dagar vikunnar á kki.is. KKÍ mun beita sér fyrir því að úrslit leikja og tölfræði skili sér enn hraðar á vefinn en hingað til og mun leggja hart að félögunum að flýta innskráningu eins og kostur er. Þá mun KKÍ einnig beita sér fyrir því að úrslit leikja þar sem engin tölfræði er tekin, eins og t.d. í 1. deild karla skili sér hratt inn á netið og netverjar geti séð stigaskor leikmanna, villur og vítanýtingu, eða þær upplýsingar sem lesa má út úr leikskýrslunni.