30 okt. 2000Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma tvo leiki í Evrópukeppnum félagsliða í Belgíu í næsta mánuði. Þann 14. nóvember dæmir Leifur leik Telindus Antwerpen og BK Slovakofarma frá Slóvakíu í riðlakeppni Saporta keppninnar, sem er nokkurs konar Evrópukeppni bikarhafa. Daginn eftir dæmir Leifur hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni og félögum í FLV Athlon Ieper er þeir mæta UNICAJA Malaga frá Spáni í riðlakeppni Korac keppninnar.
Leifur dæmir hjá Helga Jónasi og félögum
30 okt. 2000Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma tvo leiki í Evrópukeppnum félagsliða í Belgíu í næsta mánuði. Þann 14. nóvember dæmir Leifur leik Telindus Antwerpen og BK Slovakofarma frá Slóvakíu í riðlakeppni Saporta keppninnar, sem er nokkurs konar Evrópukeppni bikarhafa. Daginn eftir dæmir Leifur hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni og félögum í FLV Athlon Ieper er þeir mæta UNICAJA Malaga frá Spáni í riðlakeppni Korac keppninnar.