11 okt. 2000Magnús Gunnarsson leikmaður meistaraflokks Keflavíkur hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Magnús fékk brottrekstrarvillu í leik Keflavíkur og ÍR í Kjörísbikarnum sl. laugardag fyrir að slá andstæðing í andlitið og var kærður til aganefndar fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Á fundi sínum í gær dæmdi aganefndin einnig Ingvar Júlíusson þjálfara Þórs Þorl. (Ingvar er skráður þjálfari þar sem liðið er með spilandi þjálfara, Ganon Baker) í eins leiks bann. Ingvari var vikið af leikvelli í leik Þórs Þ. og UMFG í Kjörísbikarnum á föstudaginn vegna tveggja tæknivilla fyrir mótmæli.
Magnús dæmdur í tveggja leikja bann
11 okt. 2000Magnús Gunnarsson leikmaður meistaraflokks Keflavíkur hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KKÍ. Magnús fékk brottrekstrarvillu í leik Keflavíkur og ÍR í Kjörísbikarnum sl. laugardag fyrir að slá andstæðing í andlitið og var kærður til aganefndar fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Á fundi sínum í gær dæmdi aganefndin einnig Ingvar Júlíusson þjálfara Þórs Þorl. (Ingvar er skráður þjálfari þar sem liðið er með spilandi þjálfara, Ganon Baker) í eins leiks bann. Ingvari var vikið af leikvelli í leik Þórs Þ. og UMFG í Kjörísbikarnum á föstudaginn vegna tveggja tæknivilla fyrir mótmæli.