8 okt. 2000Mikið var skorað í leikjum kvöldsins í Kjörísbikarnum, er Tindastóll, UMFN, UMFG og KR tryggðu sér sæti í 2. umferð keppninnar. Mest var skoraði í Grindavík þar sem heimamenn unnu 143-97 sigur á Þór Þorl. Í Njarðvík gerðu heimamenn 129 stig gegn 80 stigum Skagamanna. Á Sauðárkróki unnu Tindastólsmenn 111-54 sigur á Snæfelli. Minnst var skorað í KR-húsinu þar sem Stjörnumenn úr Garðabæ voru í heimsókn, lokatölur voru 84-51. Í næstu umferð keppninnar sem fram fer eftir hálfan mánuð mætast: KR - Hamar, UMFG - Þór Ak., UMFN - Keflavík, Haukar - Tindastóll.
Mikið skorað í Kjörísbikarnum í kvöld
8 okt. 2000Mikið var skorað í leikjum kvöldsins í Kjörísbikarnum, er Tindastóll, UMFN, UMFG og KR tryggðu sér sæti í 2. umferð keppninnar. Mest var skoraði í Grindavík þar sem heimamenn unnu 143-97 sigur á Þór Þorl. Í Njarðvík gerðu heimamenn 129 stig gegn 80 stigum Skagamanna. Á Sauðárkróki unnu Tindastólsmenn 111-54 sigur á Snæfelli. Minnst var skorað í KR-húsinu þar sem Stjörnumenn úr Garðabæ voru í heimsókn, lokatölur voru 84-51. Í næstu umferð keppninnar sem fram fer eftir hálfan mánuð mætast: KR - Hamar, UMFG - Þór Ak., UMFN - Keflavík, Haukar - Tindastóll.