4 okt. 2000Árlegur leikur Íslandsmeistara og bikarmeistara, meistarakeppni KKÍ, verður á sunnudaginn kemur í Keflavík. Þá mætast Keflavík og ÍS, leikurinn hefst kl. 20:00. Meistarakeppnin er nú haldin í fimmta sinn, en nú er kvennaleikurinn sér í fyrsta skipti. Allur ágóði af leiknum rennur Foreldrafélags geðsjúkra barna. Ákvörðun um að styrkja þessi samtök var tekin í samvinnu við Umhyggju, félag langveikra barna, en KKÍ hefur gert þriggja ára samning við félagið um að allur ágóði úr meistarakeppninni næstu þriggja ára renni til samtaka innan Umhyggju.