28 sep. 2000Keppni í Epson-deildinni hófst í kvöld með látum. Óvænt úrslit urðu í Austurbergi þar sem nýliðar ÍR skelltu Íslandsmeisturum KR, 101-90. Fresta varð leik Keflavíkur og Hauka þar sem leikklukkan í íþróttahúsinu í Keflavík var ónothæf. Leikur Keflavíkur og Hauka hefur verið settur á þriðjudaginn 3. október kl. 20.00. Íslandsmótið var sett í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld fyrir leik Þórs og Skallagríms. Lokatölur í þeik leik voru 93-56 fyrir Þór. Á Sauðárkróki tóku heimamenn í Tindastól á móti deildarmeisturum síðasta keppnistímabils, Njarðvíkingum. Heimamenn báru sigur úr bítum 84-73. Bikarmeistarar Grindvíkinga sigruðu nýliða Vals í Grindavík 78-65. Þá unnu Hamarsmenn stóran sigur á KFÍ, 105-72 í Hveragerði.
Nýliðarnir skelltu meisturunum
28 sep. 2000Keppni í Epson-deildinni hófst í kvöld með látum. Óvænt úrslit urðu í Austurbergi þar sem nýliðar ÍR skelltu Íslandsmeisturum KR, 101-90. Fresta varð leik Keflavíkur og Hauka þar sem leikklukkan í íþróttahúsinu í Keflavík var ónothæf. Leikur Keflavíkur og Hauka hefur verið settur á þriðjudaginn 3. október kl. 20.00. Íslandsmótið var sett í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld fyrir leik Þórs og Skallagríms. Lokatölur í þeik leik voru 93-56 fyrir Þór. Á Sauðárkróki tóku heimamenn í Tindastól á móti deildarmeisturum síðasta keppnistímabils, Njarðvíkingum. Heimamenn báru sigur úr bítum 84-73. Bikarmeistarar Grindvíkinga sigruðu nýliða Vals í Grindavík 78-65. Þá unnu Hamarsmenn stóran sigur á KFÍ, 105-72 í Hveragerði.