5 apr. 2000Það verða Grindavík og KR sem leika munu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í EPSON-deildinni í ár. KR vann öruggan sigur á UMFN í oddaleik liðanna í undanúrslitum í Njarðvík í gær, 55-78 og á sama tíma unnu Grindvíkingar nauman sigur á Haukum í Hafnarfirði, 56-59. Þar var það Brenton Birmingham sem skoraði sigurkörfu UMFG á síðustu sekúndu leiksins. Frá því úrslitakeppni var tekin upp í úrvalsdeildinni keppnistímabilið 1983-1984 hafa alltaf annaðhvort Njarðvík eða Keflavík leikið til úrslita. Í ár verða því fyrstu úrslitaleikir úrvalsdeildar frá upphafi án risanna úr Reykjanesbæ.
Grindavík og KR leika til úrslita í EPSON-deildinni
5 apr. 2000Það verða Grindavík og KR sem leika munu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í EPSON-deildinni í ár. KR vann öruggan sigur á UMFN í oddaleik liðanna í undanúrslitum í Njarðvík í gær, 55-78 og á sama tíma unnu Grindvíkingar nauman sigur á Haukum í Hafnarfirði, 56-59. Þar var það Brenton Birmingham sem skoraði sigurkörfu UMFG á síðustu sekúndu leiksins. Frá því úrslitakeppni var tekin upp í úrvalsdeildinni keppnistímabilið 1983-1984 hafa alltaf annaðhvort Njarðvík eða Keflavík leikið til úrslita. Í ár verða því fyrstu úrslitaleikir úrvalsdeildar frá upphafi án risanna úr Reykjanesbæ.