24 maí 1999Falur Harðarson landsliðsmaður úr Keflavík og besti leikmaður DHL-deildarinnar í nýliðnu keppnistímabili, hefur gert eins árs samning við finnska liðið ToPo. Þá hefur hinn byjunarliðs bakvörður landsliðsins, Helgi Jónas Guðfinnsson, ákveðið að flytja sig um set frá Groningen í Hollandi til Antverpern í Belgíu. Hann mun þar leika með sama liði og Herbert Arnarson lék með 1997-98. Eiríkur Önundarson mun einnig leika erlendis, en hann verður í Danmörku við nám næsta vetur. Jafnframt mun hann leika með Holbæk í dönsku úrvalsdeildinni. Fleiri íslenskir leikmenn munu vera að kanna möguleika á því að leika erlendis á vetri komanda. Í þeirra hópi munu vera Herbert Arnarson, Páll Axel Vilbergssoon, Hjörtur Harðarson, Birgir Örn Birgisson og Fannar Ólafsson.
Falur fer til ToPo
24 maí 1999Falur Harðarson landsliðsmaður úr Keflavík og besti leikmaður DHL-deildarinnar í nýliðnu keppnistímabili, hefur gert eins árs samning við finnska liðið ToPo. Þá hefur hinn byjunarliðs bakvörður landsliðsins, Helgi Jónas Guðfinnsson, ákveðið að flytja sig um set frá Groningen í Hollandi til Antverpern í Belgíu. Hann mun þar leika með sama liði og Herbert Arnarson lék með 1997-98. Eiríkur Önundarson mun einnig leika erlendis, en hann verður í Danmörku við nám næsta vetur. Jafnframt mun hann leika með Holbæk í dönsku úrvalsdeildinni. Fleiri íslenskir leikmenn munu vera að kanna möguleika á því að leika erlendis á vetri komanda. Í þeirra hópi munu vera Herbert Arnarson, Páll Axel Vilbergssoon, Hjörtur Harðarson, Birgir Örn Birgisson og Fannar Ólafsson.