Þrautakeppnir KKÍ

KKÍ hefur sett í gang stuttar þrautakeppnir með körfubolta sem allir áhugasamir geta tekið þátt í heima. Fjórar keppnir eru á döfunni og verða þær eftirfarandi: 

· Boltaspuni – spinna bolta hvernig sem þú getur gert það eins lengi og þú getur.
· Skæri – dripla bolta eins oft og þú getur milli fóta á 30 sek.
· Dripl-dans – tveir eða fleiri saman að dripla í takt við tónlist
· Brelluskot – skora körfu með því að nota umhverfið (eða setja upp umhverfið)


Keppni 3: Íslandsmót KKÍ í Brelluskoti

Íslandsmót í Brelluskoti!
KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í brelluskoti. Markmiðið er að skjóta bolta í körfu á einhvern furðulegan hátt eða með óhefðbundnum hætti eins og til dæmis afturábak, langt frá körfunni eða með viðkomu af gólfi eða vegg o.s.fv. Það eina sem þarf að gera er að láta boltann enda á því að fara ofan í körfuhringinn.

Veitt verða aukaverðlaun fyrir uppfinningasemi og sköpunargleði.
Í fyrstu verðlaun eru titillinn Íslandsmeistari í Brelluskoti KKÍ 2020, pizzaveislur frá Domino‘s og bolti frá Molten.

Hægt er að skila inn þátttökumyndböndum til og með fimmtudagsins 28. maí.

Hvernig tekur þú þátt í Þrautakeppni KKÍ · BRELLUSKOT
1: Taktu upp þína tilraun á vídeó á síma
2: Deildu myndbandinu með okkur á Instagram*
3: Merktu með #brelluskot og #korfubolti og merktu svo KKÍ í færsluna með @kkikarfa

*Athugið að hafa Instagram-reikninginn „opin“ svo hægt sé að sjá vídeóið.



Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira