Rauður
Rauður er fyrir 9 ára krakka (4.bekkur).
Driplinu er ætlað að auka tæknilega færni barna og auka áhuga á tækniæfingum.
Driplinu er skipt í þrjá aldursflokka og hver aldursflokkur ber einn lit.
- Rauður er fyrir 9 ára (4. bekkur).
- Blár er fyrir 10 ára (5. bekkur).
- Hvítur er fyrir 11 ára (6. bekkur).
Hver litur inniheldur 17 æfingar sem sýndar eru í 7 myndböndum. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum.
Til að ná góðri færni í æfingum Driplsins þarf iðkandi að sinna æfingum jant og þétt yfir veturinn. Taka skal fram að þetta eru grunnæfingar í körfuknattleik og eitthvað sem ætti að vinna með í gegnum allan körfuboltaferilinn.
Hér að neðan má ná í efni til að prenta út.
Driplið veggspjald (væntanlegt)
Knattþrautir
- Slá í bolta 20x
- Kringum heiminn 2x5 í hvora átt
- Kringum fætur í áttu 2x5 í hvora átt
Knattrak á staðnum
- Dripla á staðnum 10x hægri og 10x vinstri
- Krossa yfir 10x
- JÓJÓ dripl 10x hægri og 10x vinstri
Knattrak á ferð
- Svig 6 ferðir
- Hika 6 ferðir
- Krossa yfir 6 ferðir
Sniðskot
- Hægri 6x og vinstri 6x
- Frá vítalínu, skora 6x á 30 sek
Skot
- Formskot 10x
- Formskot, hopp stopp 10x
- Víti hitta 2 af 5
Sendingar
- Brjóstsendingar 10x
- Gólfsendingar 10x
Vörn
- Varnarrennsli 4 hringir (kassi 4x4)
Hér er hægt að horfa á öll myndböndin í einu.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira