Blár

 

Blár er fyrir 10 ára krakka (5. bekkur).


Driplinu er ætlað að auka tæknilega færni barna og auka áhuga á tækniæfingum.
Driplinu er skipt í þrjá aldursflokka og hver aldursflokkur ber einn lit.

Hver litur inniheldur 17 æfingar sem sýndar eru í 7 myndböndum. Æfingarnar eru settar upp þannig að iðkandi á að geta æft sig hvar sem er, jafnt inni sem úti, einn eða með fleirum.

Til að ná góðri færni í æfingum Driplsins þarf iðkandi að sinna æfingum jant og þétt yfir veturinn. Taka skal fram að þetta eru grunnæfingar í körfuknattleik og eitthvað sem ætti að vinna með í gegnum allan körfuboltaferilinn.

Hér að neðan má ná í efni til að prenta út.

Blár æfingar

Driplið veggspjald

 

Knattþrautir

  • Grípa í kross 10x
  • Stíga til baka 10x
  • Klappa og grípa fyrir aftan bak 10x


 

Knattrak á staðnum

  • Inn og út 10x hægri og 10x vinstri
  • Kónguló 20x snertingar
  • Áttan 10x inn að framan og 10x inn að aftan


 

Knattrak á ferð

  • Milli fóta 6 ferðir
  • Fyrir aftan bak 6 ferðir
  • Inn og út stefnubreyting 6 ferðir


 

Sniðskot

  • Stunga og sniðskot undir 3x hægri og 3x vinstri
  • Sniðskot undir, skora 6x á 30 sek


 

Skot

  • Formskot 10x
  • Grípa og skjóta 10x
  • Víti hitta 3 af 5


 

Sendingar

  • Gabb og sending 10x hægri og 10x vinstri
  • Frákast sending 10x


 

Vörn

  • Loka úti 6x hægri og 6x vinstri


 

Hér er hægt að horfa á öll myndböndin í einu.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira