19 des. 2024Thelma Dís Ágústsdóttir og Tryggvi Snær Hlinason hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2024 af KKÍ. Þetta er í 27. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998.
Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og þjálfurum karla-og kvennalandsliðanna. Thelma og Tryggvi eru bæði að hljóta nafnbótina í fyrsta sinn.Meira
19 des. 2024Davíð Tómas Tómasson dæmir í kvöld leik belgíska liðsins Castors Braine og Club Universitario de Ferrol frá Sáni í fyrstu umferð úrslitakeppni Euro Cup kvenna. Leikurinn er seinni leikur liðanna en í síðustu viku mættust þau á Spáni og fór spænska liðið með sigur af hólmi 83-58.Meira
17 des. 2024Þann 4. og 11. janúar stendur KKÍ fyrir dómaranámskeiði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Laugardaginn 4. janúar mun vera námskeið á ensku og mun Aðalsteinn Hjartarson sjá um að leiðbeina á því námskeiði.
Laugardaginn 11.janúar mun vera námskeið á íslensku og mun Jakob Árni Ísleifsson sjá um að leiðbeina á því námskeiði.Meira
Starfsmenn skrifstofu KKÍ
Hannes S. Jónsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI KKÍ
Hannes sér um daglegan rekstur, fjármál, markaðsmál, ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið ásamt formanni KKÍ innan sem utan lands.
hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574
Sigrún Ragnarsdóttir
SKRIFSTOFUSTJÓRI KKÍ
Sigrún sér um ýmis verkefni tengd afreks/landsliðsmálum, ferðalögum dómara, málefnum aga- og úrskurðarnefndar, félagaskipti og leikheimildir erlendra leikmanna auk annarra verkefna.
sigrun@kki.is vs: 514-4100 · s: 863-3419
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
MÓTASTJÓRI KKÍ
Sólveig stýrir öllu móthaldi KKÍ, sér um að leikir og mót fari fram, skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu mótahaldi KKÍ.
solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426
Arnar Guðjónsson
AFREKSSTJÓRI KKÍ
Arnar sér um öll afreks- og landsliðsmál KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, félagaskipti og leikheimildir erlendra leikmanna.
arnar@kki.is vs: 514-4102 · s: 763-4204
Elísa Björk Þorsteinsdóttir
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI KKÍ
Elísa vinnur við skipulagningu leikja yngri flokka auk annarra verkefna tengdu mótahaldi KKÍ, fræðslumálum auk annarra verkefna.