1 nóv. 2024Frá og með 5. nóvember mun framkvæmdastjóri KKÍ, Hannes S. Jónsson, verða í leyfi frá störfum fram yfir Alþingiskosningarnar 30. nóvember en eins og flestum ykkar er kunnugt um er hann í framboði til Alþingis. Þegar ljóst var að Hannes yrði á framboðslista óskaði hann eftir leyfi og hafa formaður og stjórn sambandsins samþykkt það. Meira
31 okt. 2024Ísland mun leik tvo heimaleiki í þessum landsliðs glugga. Báðir leikir fara fram í Ólafssal í Hafnarfirði. Síðustu tveir leikir í riðlinum verða svo leiknir í febrúar.
Ísland-Slóvakía fimmtudaginn 7. nóvember kl 19:30
Ísland-Rúmenía sunnudaginn 10. nóvember kl 17:00Meira
23 okt. 2024VÍS Bikarinn | 16 liða úrslit
Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í Laugardalnum í dag. 16 liða úrslitin verða leikin dagana 7.-9. desember nk. og dregið verður í 8 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar þann 12. desember. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 18.-23. mars nk. í Smáranum. Þar sem konurnar leika undanúrslit þann 18. mars, karlarnir 19. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 22. mars.Meira
Starfsmenn skrifstofu KKÍ
Hannes S. Jónsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI KKÍ
Hannes sér um daglegan rekstur, fjármál, markaðsmál, ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið ásamt formanni KKÍ innan sem utan lands.
hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574
Sigrún Ragnarsdóttir
SKRIFSTOFUSTJÓRI KKÍ
Sigrún sér um ýmis verkefni tengd afreks/landsliðsmálum, ferðalögum dómara, málefnum aga- og úrskurðarnefndar, félagaskipti og leikheimildir erlendra leikmanna auk annarra verkefna.
sigrun@kki.is vs: 514-4100 · s: 863-3419
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
MÓTASTJÓRI KKÍ
Sólveig stýrir öllu móthaldi KKÍ, sér um að leikir og mót fari fram, skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu mótahaldi KKÍ.
solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426
Arnar Guðjónsson
AFREKSSTJÓRI KKÍ
Arnar sér um öll afreks- og landsliðsmál KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, félagaskipti og leikheimildir erlendra leikmanna.
arnar@kki.is vs: 514-4102 · s: 763-4204
Elísa Björk Þorsteinsdóttir
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI KKÍ
Elísa vinnur við skipulagningu leikja yngri flokka auk annarra verkefna tengdu mótahaldi KKÍ, fræðslumálum auk annarra verkefna.