Hér að neðan er að finna ýmiskonar efni tengt bikarúrslitunum um helgina. Leið kvennaliðanna í úrslit Njarðvík – Keflavík 56 – 82 Laugdælir – ÍS 30 - 81 Keflavík B – Keflavík 55 - 80 ÍS – Haukar 77 - 71 Keflavík – ÍS Leið karlaliðanna í úrslit Skallagrímur – Keflavík 99 – 116 Breiðablik – Snæfell 69 - 94 Keflavík – Haukar 106 – 86 Snæfell – Þór Þorl.h. 95 - 60 Keflavík – Njarðvík 81 – 72 Snæfell – Tindastóll 78 - 74 Keflavík – ÍR 95 – 81 Snæfell – Hamar 82 - 76 Keflavík – Snæfell Dómarar ÍS – Keflavík: Leifur S. Garðarsson og Björgvin Rúnarsson Eftirlitsmaður: Jón Bender Snæfell - Keflavík Sigmundur Már Herbertsson og Einar Einarsson Eftirlitsmaður: Bergur Steingrímsson Húsdýragarðurinn Milli leikja verður öllum þeim sem koma á kvennaleikinn boðið ókeypis í Húsdýragarðinn þar sem fjölskyldan getur spókað sig í góðu yfirlæti fram að karlaleiknum. Það eru forsvarsmenn Húsdýragarðsins sem standa að þessu höfðinglega boði. Það er því kjörið fyrir t.d.fjölskyldur úr Keflavík að skella sér á kvennaleikinn, skoða svo Húsdýragarðinn og enda svo daginn á bikarúrslitaleik karla. Allt þetta fyrir kr. 1.000 pr. fullorðinn og kr. 500 fyrir börn. Bikarpunktar Bikarúrslitaleikur kvenna fór fyrst fram á Akureyri 1975 og þetta er því 29. bikarúrslitaleikurinn í röðinni. Allir leikirnir nema tveir hafa farið fram í Laugardalshöllinni, sá fyrsti fór fram á Akureyri 12. apríl 1975 og sá 22. í röðinni fór fram í Íþróttahúsinu í Garði 27. janúar 1996. Keflavík er að leika sinn 14. bikarúrslitaleik í mfl. kvenna og jafnar þar með met KR en Vesturbæjarliðið lék sinn 14. bikarúrslitaleik gegn Njarðvík í fyrra. Stúdínur koma þar skammt á eftir en ÍS leikur nú sinn 13. bikarúrslitaleik í sögu félagsins. Stúdínur hafa unnið bikarinn fimm sinnum og þegar ÍS vann bikarinn í þriðja sinn árið 1981 voru Stúdínur þá sigursælasta liðið í sögu bikarsins. Keflavík og ÍS hafa leikið samtals 25 bikarúrslitaleiki en þó aðeins mæst tvisvar sinnum fyrir leikinn í dag og báðir þeir leikir eru á síðustu fimm árum. Keflavík vann leik liðanna 1998, 70-54, og svo aftur tveimur árum seinna, 59-48. Bikarúrslitaleikurinn í fyrra var sá eini á síðustu 20 árum og aðeins sá fimmti í sögu bikarúrslita kvenna þar sem hvorki Keflavík né ÍS áttu fulltrúa en þá mættust KR og Njarðvík. Það lið sem hefur slegið Stúdínur úr út bikarnum hefur unnið bikarinn síðustu fimm árin og í 13 skipti á síðustu 19 árum en tvisvar á þeim tíma hafa Stúdínur fagnað bikarnum. Það lið sem hefur unnið bikarúrslitaleikinn hefur ennfremur orðið Íslandsmeistari síðustu fimm ár. Keflavík og ÍS hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hefur Keflavík fagnað sigri í öllum leikjunum með 17 stiga mun eða meira. Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur, leikur í kvöld sinn 12. bikarúrslitaleik en engin leikmaður hefur orðið oftar meistari, leikið fleiri leiki eða skoraði fleiri stig í bikarúrslitum kvenna. Hafdís Helgadóttir setur met spili hún með ÍS í leiknum en þá verða 17 ár liðin síðan hún lék sinn fyrsta bikarúrslitaleik með ÍS gegn KR 1986. Hafdís hefur alls leikið fimm bikarúrslitaleiki og varð meistari í eina skiptið árið 1991. Spili Hafdís ekki munu Anna María Sveinsdóttir og Kristín Blöndal setja metið saman en báðar léku þær sinn fyrsta bikarúrslitaleik ári seinna en Hafdís. Þá tapaði Keflavík einnig gegn KR. Anna María er að leika sinn 12. bikarúrslitaleik en Kristín Blöndal sinn áttunda. Keflavík hefur ekki unnið Íslandsmeistara eða bikarmeistaratitil í körfuboltanum án Önnu Maríu Sveinsdóttur, en hún hefur verið leikmaður með meistaraflokki öll árin sem liðið hefur unnið titil. Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, er í sérstakri stöðu því hún hefur tekið þátt í báðum bikarúrslitaleikjum Keflavíkur og ÍS en þó með sitthvoru liðinu. Alda Leif lék með ÍS gegn Keflavík árið 1998 en svo með Keflavík gegn ÍS tveimur árum seinna. Alda Leif, sem er nú fyrirliði ÍS í fyrsta sinn, fetar í fótspor móður sinnar Kolbrúnar Leifsdóttur sem var fyrirliði ÍS í bikarúrslitaleik, í tapi gegn KR fyrir 17 árum. Það er ólíkt komið á með þjálfurum liðanna og reynslu þeirra af bikarúrslitum. Anna María Sveinsdóttir, spilandi þjálfari Keflavíkur hefur orðið tíu sinnum bikarmeistari sem leikmaður og einu sinni sem spilandi þjálfari. Ívar Ásgrímsson hefur hinsvegar þurft að sætta sig við silfurverðlaun í öll þrjú skiptin sem hann hefur komið kvennaliði í bikarúrslit (Haukar 1988 og 1990 og ÍS 1999) og einu sinni að auki sem þjálfari karlaliðs Snæfells (1993). Bíkarúrslitaleikir karla fóru fyrst fram árið 1966 og sigraði þá Ármann. Þetta er í 37. sinn sem leikið er til úrslita í bikarkeppninni. Fyrstu 4 árin sendu liðin 1. flokk til keppni, en frá 1970 hefur bikarkeppnin verið keppni þeirra bestu. KR hefur sigrað oftast, alls 11 sinnum, Njarðvík 7 sigrar, Keflavík, Grindavík, Haukar, Valur og Ármann hafa sigrað þrisvar. Keflavík og Snæfell hafa einu sinni mæst í bikarúrslitaleik (1993) og er það jafnframt í eina skiptið sem Snæfell hefur leikið til úrslita. Keflavík sigraði næsta örugglega með 115 stigum gegn 76. Þá var Ívar Ásgrímsson, núverandi þjálfari kvennaliðs ÍS, þjálfari og leikmaður með Snæfelli. Keflavík og Snæfell hafa mæst einu sinni í Intersportdeildinni í vetur og sigraði Keflavík í Stykkishólmi með 97 stigum gegn 95. Fjórir leikmenn Keflavíkur hafa leikið bikarúrslitaleik. Damon Johnon (1997 og 1999, Falur Harðarson (1990, 1991, 1997 og 1999), Guðjón Skúlason (1990, 1993, 1994, 1995 og 1997) og Gunnar Einarsson (1997 og 1999). Enginn leikmanna Snæfells hefur tekið þátt í bikarúrslitaleik. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur hefur leikið fjóra bikarúrslitaleiki (1990, 1991, 1993 og 1994) og stýrt liði 4 sinnum til sigurs í bikarkeppninni sem þjálfari (3 kvennatitlar og 1 karlatitill). Bárður Eyþórsson þjálfari Snæfells hefur leikið í tveim bikarúrslitaleikjum (1987 og 1993), í hvorugt skipti sigrað og aldrei stýrt liði í bikarúrslitaleik áður sem þjálfari. Keflvíkingar hafa unnið 3 bikarmeistaratitla, árin 1993, 1994 og 1997. Liðið hefur alls komist 6 sinnum í bikarúrslitaleikinn. Fyrsti sigurinn kom fyrir 10 árum er liðið lagði einmitt Snæfell í úrslitaleik. Það er í eina skiptið sem Snæfell hefur komist í úrslitaleikinn. Félag utan Stór Reykjavíkursvæðið og Reykjanesið hefur aldrei orðið bikarmeistari. Keflavík hefur hvorki orðið Íslands né bikarmeistari í meistaraflokki karla án þess að Guðjón Skúlason hafi verið í liðinu. Bent er á glæsilega heimasíðu Keflvíkinga, keflavik.is/karfa en þar má m.a. finna ítarlegar upplýsingar um árangur félagsins í gegn um tíðina sem og árangur núverandi þjálfara liðanna þeirra Sigurðar Ingimundarsonar og Önnu Maríu Sveinsdóttur. KEFLAVÍK - Liðskipan Kvenna # 4 Sonia Ortega Framherji 25 ára 175 sm # 5 Birna Valgarðsdóttir v.fl Framherji 30 ára 172 sm # 6 Ingibjörg Lára Gunnarsdóttir Bakvörður 19 ára 165 sm # 7 Marín Rós Karlsdóttir Bakvörður 22 ára 167 sm # 8 Andrea Dögg Færseth Bakvörður 16 ára 163 sm # 9 Rannveig Randversdóttir Bakvörður 22 ára 170 sm #10 Theodóra Káradóttir Framherji 17 ára 173 sm # 11 Svava Ósk Stefánsdóttir Framherji 18 ára 176 sm # 12 Erla Þorsteinsdóttir Miðherji 24 ára 184 sm # 13 Vala Rún Björnsdóttir Framherji 17 ára 172 sm # 14 Anna María Sveinsdóttir þj. Miðherji 32 ára 179 sm # 15 Kristín Blöndal fl. Framherji 30 ára 172 sm Aðst.þjálfari: Kjartan Kárason KEFLAVÍK – Liðskipan karla # 4 Falur Harðarson Bakvörður 36 ára 184 sm # 5 Arnar Freyr Jónsson Bakvörður 20 ára 183 sm # 6 Davíð Jónsson Bakvörður 22 ára 180 sm # 8 Sverrir Þ. Sverrisson Bakvörður 28 ára 185 sm # 9 Jón Norðdal Hafsteinsson Miðherjj 22 ára 193 sm # 10 Magnús Gunnarsson Bakvörður 22 ára 184 sm # 11 Edmund Saunders Miðherji 25 ára 203 sm #12 Guðjón Skúlason Bakvörður 36 ára 180 sm # 13 Gunnar Einarsson Framherji 26 ára 190 sm # 14 Gunnar Stefánsson Bakvörður 24 ára 188 sm # 15 Damon Johnson Framherji 29 ára 194 sm Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Aðst. þjálfari: Jón Guðmundsson Aðst. maður: Sigurður Valgeirsson Sjúkraþjálfari: Falur Daðason ÍS - Liðskipan Alda Leif Jónsdóttir Bakvörður 23 ára 174 sm Cecilia Larson Bakvörður 25 ára 171 sm Elínborg Guðnadóttir Bakvörður 39 ára 163 sm Guðrún Baldursdóttir Framherji 20 ára 165 sm Hafdís Helgadóttir Framherji 37 ára 178 sm Jófríður Halldórsdóttir Bakvörður 22 ára 171 sm Kristín Óladóttir Bakvörður 21 árs 167 sm Kristín Rós Kjartansdóttir Framherji 22 ára 166 sm Lára Rúnarsdóttir Bakvörður 20 ára 168 sm Steinunn Dúa Jónsdóttir Framherji 20 ára 173 sm Stella Rún Kristjánsdóttir Bakvörður 21 árs 166 sm Svandís Sigurðardóttir Miðherji 20 ára 178 sm Meadow Overstreet Bakvörður 24 ára 167 sm Þjálfari Ívar Ásgrímsson Snæfell – Liðsskipan # 4 Baldur Þorleifsson Miðherji 36 ára 193 sm # 5 Andrés Már Heiðarsson Framherji 27 ára 187 sm # 6 Atli Rúnar Sigurþórsson Framherji 26 ára 188 sm # 7 Jón Ólafur Jónsson Framherji 21 árs 199 sm # 8 Helgi Reynir Guðmundsson Bakvörður 22 ára 180 sm # 9 Selwyn Conrad Reid Framherji 26 ára 198 sm # 10 Sigurbjörn Ingvi Þórðarson Framherji 26 ára 194 sm # 11 Clifton Bush Jr. Bakvörður 32 ára 196 sm # 12 Lýður Vignisson Bakvörður 22 ára 184 sm # 14 Hlynur Bæringsson Framherji 20 ára 199 sm Þjálfari: Báður Eyþórsson