Streymi upplýsinga er nauðsynlegt. Með nútíma tæknimiðlum hefur krafa samfélagsins um um skjótar upplýsingar líklega aldrei verið meiri og harðari. Körfuknattleikssamfélagið samanstendur af kröfuhörðum einstaklingum – sem er gott mál, því það lýsir á vissan hátt metnaði. Áhugamenn um körfuknattleik hafa verið fljótir að taka við sér og tileinka sér nýjustu upplýsingamiðlana, heimasíður og spjallrásir – og án efa má segja að körfuknattleiksáhugamenn hafi í upphafi tekið forystu á því sviði innan íþróttahreyfingarinnar. Gerð er krafa um nákvæmari, ítarlegri og fljótvirkari fréttaflutning en þekkst hefur. Undirritaður hefur ávallt lagt mikið upp úr upplýsingastreymi innan hreyfingarinnar, gjarnan með þeim rökum að 80-90% af allri óánægju sem skapast í hreyfingu sem þessari grundvallast annaðhvort á skorti á réttum upplýsingum eða hinsvegar á misskilningi eða vanþekkingu á stöðu og hlutverkum aðila innan hennar. Ég vil reyndar leyfa mér að fullyrða að fá - ef nokkur - samtök innan íþróttahreyfingarinnar hafa sinnt upplýsingastreymi til sinna félaga eins og KKÍ á undanförnum áratug. Hefðbundið upplýsingastreymi innan félagasamtaka á borð við sérsambönd ÍSÍ hefur byggst á reglulegum fundum með fyrirsvarsmönnum félaganna, ýmist í formi ársþinga eða fastra formannafunda. Til viðbótar þessu hafa undirritaður formaður og framkvæmdastjóri KKÍ farið reglulega á undanförnum árum til fundar við félögin, og eytt kvöldstund með hverju liði í efstu deildum. Þá var tekin upp sú nýbreytni fyrir u.þ.b. þremur árum að stofna til spjallhópa meðal formanna félaga í gegnum netpóst, sem felur í sér n.k. viðvarandi formannafund í gegnum netið þar sem formenn hafa komið skoðunum sínum á framfæri um öll málefni KKÍ. Sá vettvangur hefur reyndar legið niðri um skeið. Til upplýsinga um leikmenn og kappleiki þá hefur verið ýtt úr vör leikvarpi, sem m.a. byggir á einstökum tölfræðigagnagrunni KKÍ. En er þetta nóg? Sjálfsagt má segja að kröfum um upplýsingastreymi til félaganna sé fullnægt með þessum hætti. En með tilkomu netsins hafa komið fram kröfur um meiri og betri upplýsingar til hins almenna félagsmanns, og jafnvel körfuboltaáhugamanna sem standa utan félaganna. Þetta er krafa dagsins í dag. Vissulega er það einstakra aðildarfélaga KKÍ að koma nauðsynlegum og viðeigandi upplýsingum til sinna félagsmanna, en auk þess verður að hafa í huga að sum málefni eru þess eðlis að ekki verður talið réttlætanlegt að fjalla um þau í smáatriðum á opinberum vettvangi af hálfu KKÍ – síst af öllu ef þau mál hafa ekki verið kynnt fyrir aðildarfélögunum fyrst. Stjórn KKÍ hyggst gera heiðarlega tilraun til þess að þróa upplýsingastreymi hreyfingarinnar með því að ýta úr vör vikulegum leiðurum á heimasíðu KKÍ og mæta þannig þörf hins almenna félagsmanns fyrir streymi upplýsinga. Ljóst má vera að hér er um tilraun að ræða, og einungis er í sumum tilvikum unnt að fjalla yfirborðskennt um ýmis innri málefni sambandsins. Ef tilraunin leiðir af sér málefnalegar og gagnlegar umræður þá er það af hinu góða. Hættan við tilraun sem þessa er að hluta til að fljótlega telji menn þetta sjálfsagðan hlut. Hér er sannarlega um að ræða viðbót við sjálfboðastörf þeirra sem pistlana munu rita, og vona ég að menn virði þessa viðleitni sem slíka. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Grein
Streymi upplýsinga er nauðsynlegt. Með nútíma tæknimiðlum hefur krafa samfélagsins um um skjótar upplýsingar líklega aldrei verið meiri og harðari. Körfuknattleikssamfélagið samanstendur af kröfuhörðum einstaklingum – sem er gott mál, því það lýsir á vissan hátt metnaði. Áhugamenn um körfuknattleik hafa verið fljótir að taka við sér og tileinka sér nýjustu upplýsingamiðlana, heimasíður og spjallrásir – og án efa má segja að körfuknattleiksáhugamenn hafi í upphafi tekið forystu á því sviði innan íþróttahreyfingarinnar. Gerð er krafa um nákvæmari, ítarlegri og fljótvirkari fréttaflutning en þekkst hefur. Undirritaður hefur ávallt lagt mikið upp úr upplýsingastreymi innan hreyfingarinnar, gjarnan með þeim rökum að 80-90% af allri óánægju sem skapast í hreyfingu sem þessari grundvallast annaðhvort á skorti á réttum upplýsingum eða hinsvegar á misskilningi eða vanþekkingu á stöðu og hlutverkum aðila innan hennar. Ég vil reyndar leyfa mér að fullyrða að fá - ef nokkur - samtök innan íþróttahreyfingarinnar hafa sinnt upplýsingastreymi til sinna félaga eins og KKÍ á undanförnum áratug. Hefðbundið upplýsingastreymi innan félagasamtaka á borð við sérsambönd ÍSÍ hefur byggst á reglulegum fundum með fyrirsvarsmönnum félaganna, ýmist í formi ársþinga eða fastra formannafunda. Til viðbótar þessu hafa undirritaður formaður og framkvæmdastjóri KKÍ farið reglulega á undanförnum árum til fundar við félögin, og eytt kvöldstund með hverju liði í efstu deildum. Þá var tekin upp sú nýbreytni fyrir u.þ.b. þremur árum að stofna til spjallhópa meðal formanna félaga í gegnum netpóst, sem felur í sér n.k. viðvarandi formannafund í gegnum netið þar sem formenn hafa komið skoðunum sínum á framfæri um öll málefni KKÍ. Sá vettvangur hefur reyndar legið niðri um skeið. Til upplýsinga um leikmenn og kappleiki þá hefur verið ýtt úr vör leikvarpi, sem m.a. byggir á einstökum tölfræðigagnagrunni KKÍ. En er þetta nóg? Sjálfsagt má segja að kröfum um upplýsingastreymi til félaganna sé fullnægt með þessum hætti. En með tilkomu netsins hafa komið fram kröfur um meiri og betri upplýsingar til hins almenna félagsmanns, og jafnvel körfuboltaáhugamanna sem standa utan félaganna. Þetta er krafa dagsins í dag. Vissulega er það einstakra aðildarfélaga KKÍ að koma nauðsynlegum og viðeigandi upplýsingum til sinna félagsmanna, en auk þess verður að hafa í huga að sum málefni eru þess eðlis að ekki verður talið réttlætanlegt að fjalla um þau í smáatriðum á opinberum vettvangi af hálfu KKÍ – síst af öllu ef þau mál hafa ekki verið kynnt fyrir aðildarfélögunum fyrst. Stjórn KKÍ hyggst gera heiðarlega tilraun til þess að þróa upplýsingastreymi hreyfingarinnar með því að ýta úr vör vikulegum leiðurum á heimasíðu KKÍ og mæta þannig þörf hins almenna félagsmanns fyrir streymi upplýsinga. Ljóst má vera að hér er um tilraun að ræða, og einungis er í sumum tilvikum unnt að fjalla yfirborðskennt um ýmis innri málefni sambandsins. Ef tilraunin leiðir af sér málefnalegar og gagnlegar umræður þá er það af hinu góða. Hættan við tilraun sem þessa er að hluta til að fljótlega telji menn þetta sjálfsagðan hlut. Hér er sannarlega um að ræða viðbót við sjálfboðastörf þeirra sem pistlana munu rita, og vona ég að menn virði þessa viðleitni sem slíka. Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ.
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira