Smá pælingar fyrir lokaumferð í Epsondeildinni. Ef Keflavík vinnur verða þeir deildarmeistarar. Ef Keflavík tapar og KR vinnur verð KR deildarmeistari. Ef Keflavík og KR tapa og Njarðvík vinnur verður Keflavík nr 1, KR 2 og Njarðvík 3. Ef Keflavík vinnur, og Njarðvík vinnur KR með 4 stigum eða meira þá er Njarðvík nr 2 og KR 3, ef Njarðvík vinnur með 1-3 eða tapar er KR nr 2 og Njarðvík 3. Ef Tindastóll vinnur þá eru þeir nr 4 og Grindavík 5. Ef Tindastóll tapar og Grindavík vinnur þá er Grindavík nr 4 og Tindastóll 5. Ef bæði tapa þá er Tindastóll nr 4 og Grindavík 5. Ef Breiðablik vinnur verða þeir nr 6. Ef Hamar vinnur og Breiðablik tapar verður Hamar nr 6. Ef Breiðablik og Hamar tapa og Haukar vinna verður Hamar nr 6, Breiðablik 7 og Haukar 8. Ef Breiðablik vinnur, Hamar tapar og Haukar vinna verður Breiðablik nr 6, Hamar 7 og Haukar 8. Ef Haukar tapa, ÍR vinnur og Þór vinnur verður ÍR nr 8, Haukar nr 9 og Þór 10. Ef Haukar tapa, ÍR vinnur og Þór tapar verður sama röð nema að Skallagrímur vinni þá líka því þá fara þeir upp fyrir Þór. Þannig að ef Skallagrímur vinnur og Þór tapar þá fellur Þór. Ef ÍR tapar, Þór tapar og Skallagrímur vinnur þá verður ÍR nr 9, Þór nr 10 og Skallagrímur fellur.