Mig langaði bara vekja athygli ykkar á hörkuspennandi leik sem var háður í gær, sunnudaginn 7.jan. Leikurinn sem ég á við er leikur Hauka og KFÍ en fyrirfram var búist við mjög auðveldum sigri KFÍ þar sem þær eru nú í 2. sæti 1.deildar en Haukar nýbyrjaðar í kvennaboltanum og slógu heldur betur í gegn með glæsilegri baráttu og sýndu mikinn karakter og sýndu það og sönnuðu að Haukar ætla sér að lyfta kvennaboltanum á hærra plan á komandi tímabilum. Þær voru yfir nánast allan leikinn og töpuðu þessu á lokamínútum leiksins, gerðu meðal annars glæsilega körfu á lokasekúndu leiksins en töpuðu með eins stigs mun. Mig langaði aðeins vekja áhuga ykkar á þessu í kjölfar mikilla umræðna sem hefur átt sér stað um kvennaboltann á Íslandi. Ragnar Sigurðsson