
3 okt. 2025
Leik Vals og Tindastóls í Bónus deild karla sem var á dagskrá á morgun laugardaginn 4. október hefur verið frestað, þar sem flug Tindastóls var fellt niður í gær þegar liðið var á heimleið frá Munchen eftir góðan sigur í ENBL deildinni á miðvikudaginn.
Leikurinn er kominn á dagskrá á mánudaginn 6. október kl.19:15.