
1 okt. 2025
Karlalið Tindastóls hefur í dag þátttöku í Norður Evrópudeildinni, ENBL, þegar þeir mæta lið BC Slovan Bratislava í Bratislava.
Tindatsóll er í 27 liða deild í keppninni og spila 8 leiki, 4 heima og 4 úti og er leikið fram í febrúar en eftir það eru 16 liða úrslit o.s.frv.
Það er ánægjulegt að sjá íslensk lið taka þátt í alþjóðlegum keppnum og mæla þannig íslensku deildina við erlendar deildir.
Leikurinn fer fram í dag kl 16 að íslenskum tíma og er sýndur á Tindastóll TV.
Þess má geta að Bjarki Þór Davíðsson dæmir leikinn ásamt tveimur slóvakískum dómurum.
KKÍ fagnar þátttöku íslenskra liða og óskar Tindastólsmönnum góðs gengis í dag.