
29 sep. 2025
Íslandsmeistarar Stjörnunnar sigruðu bikarmeistara Vals í ÞG Verk höllinni í gær, leikurinn endaði 90-89 Stjörnunni í vil.
Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í leiknum var Ægir Þór Steinarsson með 30 stig og sjö stoðsendingar og þeir Luka Gasic og Giannis Agravanis skiluðu báðir 9 fráköstum og Luka bætti við 21 stigi og Giannis 18. Hjá Val skoraði Callum Lawson 24 stig og tók sjö fráköst og Frank Aron Booker setti 22 stig, tók 8 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.