
29 sep. 2025
Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn og voru lokatölur 83-86 bikarmeisturum Njarðvíkur í vil.
Stigahæstar í liði Njarðvíkur voru þær Brittany Dinkins með 20 stig og Hulda María Agnarsdóttir með 18 stig. Danielle Rodriguez og Pauline Hersler voru einnig atkvæðamiklar í liðinu og skilaði Danielle 12 stigum, 13 fráköstum og sjö stoðsendingum og Pauline 15 stigum og 10 fráköstum. Amandine Toi var stigahæst í liði Hauka með 35 stig og Krystal-Jade Freeman skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.