
20 ágú. 2025
Nú í hádeginu kom í ljós að Haukur Helgi Pálsson verður að draga sig úr EuroBasket hóp Íslands sem tilkynntur var í gær.
Í ljós kom að Haukur er meiddur og getur því ekki tekið þátt. Almar Orri Atlason mun koma í hans stað og fara með liðinu til Litháen og svo Póllands.
Almar Orri hefur leikið 4 landsleiki til þessa.