
11 ágú. 2025
U20 ára kvennalið Íslands lauk keppni í A deild EuroBasket í gær og endaði liðið í 8. sæti sem er besti árangur kvennaliðs frá upphafi. Lokaleikurinn var við Tyrki og eftir góða byrjun íslensku stelpnanna sigu þær tyrknesku framúr og fór svo að þær sigruðu 73-65.
Úrslit leikja Íslands:
Ísland – Svíþjóð 76-92
Ísland – Tyrkland 83-95
Ísland – Lettland 73-87
Ísland – Holland 77-74
Ísland – Litháen 76-96
Ísland – Belgía 75-90
Ísland – Tyrkland 65-73
Spánverjar urðu Evrópumeistarar eftir sigur á Litháum í úrslitaleik 102-50 en Portúgal, Holland og Tékkland féllu í B deild en upp úr B deild koma Serbía, Ungverjaland og Króatía.