
6 ágú. 2025
Jón Bender var í síðustu viku við eftirlitsstörf í Belgrad í Serbíu þar sem A deild U18 drengja fór fram.
Jón var eftirlitsmaður þar á 14 leikjum, m.a. úrslitaleik mótsins þar sem áttust við Spánverjar og Frakkar í æsispennandi leik þar sem Frakkar voru 8 stigum yfir þegar 40 sekúndur voru eftir en Spánverjar unnu með þriggja stiga skoti þegar 1 sekúnda var eftir, 82-81.