4 ágú. 2025U18 ára landslið drengja lauk keppni á Evrópumótinu á dögunum og endaði í 15. sæti B deildarinnar.
 
Liðið mætti Bretum í lokaleiknum og vann 93-71 en liðið lék 7 leiki í mótinu og eru úrslitin sem hér segir:
 
Ísland - Bosnía Herzegovina 72-82
Ísland - Írland 105-73
Ísland - Bretland 71-76
Ísland - Pólland 77-106
Ísland - Portúgal 74-85
Ísland - Sviss 81-95
Ísland - Bretland 93-71
 
Danir urðu í efsta sæti í keppninni, Eistar í öðru og Slóvakar í þriðja og færast þessar þjóðir upp í A deild að ári í stað Makedóníu, Belgíu og Svíþjóðar sem féllu úr A deild.