31 júl. 2025

Á morgun föstudag, ferðast karlalandslið okkar til Ítalíu og spilar þar tvo leiki um helgina. Strákarnir okkar taka þar þátt í Trentino Basket Cup ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik á morgun laugardag 2. ágúst og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir á sunnudaginn 3. ágúst. Leikið er í borginni Trento á norður Ítalíu.

Leikirnir eru partur af undirbúningi fyrir EuroBasket sem hefst í lok mánaðarins.

 

14 leikmenn fara til Ítalíu og er hópurinn skipaður eftirfarandi leikmönnum: 

Almar Orri Atlason – USA – 0 landsleikir

Elvar Már Friðriksson – Marousso, Grikkland – 74 

Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 

Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 

Jaka Brodnik – Keflavík – 0 

Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 

Kári Jónsson – Valur – 35 

Kristinn Pálsson – Valur – 37 

Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 

Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 

Styrmir Snær Þrastarson – Belfius-Mons, Belgía – 20 

Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 

Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 

Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91

 

Craig Pedersen þjálfari

Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari

Viðar Örn Hafsteinsson aðstoðarþjálfari

Valdimar Halldórsson sjúkraþjálfari

Björn Orri Hermannsson íþróttasálfræðiráðgjafi

Gunnar Sverrisson liðsstjóri