
23 maí 2025Í gærkvöldi hélt Haris Pojskic, þrekþjálfari hjá FIBA, fyrirlestur fyrir íslenska dómara undir yfirskriftinni "The importance of physical preparation in basketball referees".
Hópur dómara mætti til að hlýða á hann ásamt Milos Petrovic sem var með Pojskic en Petrovic býr hér á Íslandi og er þrekþjálfari knattspyrnudómara hjá KSÍ ásamt því að vera yfirmaður rannsóknarmiðstöðvar íþrótta- og heilsuvísindasviðs Háskóla Íslands.