
20 maí 2025
KR varð Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna 12. maí síðastliðinn með sigri á Haukum. KR unnu fyrsta leikinn á Meistaravöllum og tryggðu sér svo titilinn með sigri í öðrum leik sem fór fram á Ásvöllum. Leikurinn fór 60-86 KR í vil. Þjálfari liðsins er Hörður Unnsteinsson.
Rebekka Rut Steingrímsdóttir var valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skilaði að meðaltali 21,7 stigum, 7,3 fráköstum og 6,7 stoðsendingum í úrslitakeppninni.
Til hamingju KR!